is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27989

Titill: 
  • Kortlagning eiginleika frístundahrossa og samanburður við kynbótahross
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenski hesturinn er fjölnotakyn sem nýtist á margan hátt. Sýnd kynbótahross eiga að gefa af sér hross sem hægt er að nýta í þau öll þau hlutverk sem kyninu er ætlað. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt annars vegar að safna gögnum um frístundahross sem nýtt eru í hestatengda ferðaþjónustu og kortleggja þá eiginleika sem einkenna eiga þau. Hins vegar var markmiðið að bera frístundahross saman við hóp sýndra hrossa í kynbótadómi. Sá samanburður fólst í hlutfalli sýndra foreldra og meðaleinkunna þeirra fyrir valda eiginleika. Kynbótamati foreldra þeirra fyrir valda eiginleika, hvaða feður standa helst að baki frístundahrossunum og hvaða forfeður standa að baki þeim.
    Við úrvinnslu verkefnisins var notast við gagnasafn sem inniheldur upplýsingar um 454 frístundahross sem nýtt eru í hestatengda ferðaþjónustu. Til samanburðar voru fengin gögn hjá Bændasamtökum Íslands um hæsta kynbótadóm allra sýndra hrossa fæddra á árunum 1999-2007 alls 5705 hross. Forritið EVA_inbred var notað til þess að reikna út erfðahlutdeild helstu forfeðra og formæðra að frístundahrossum og öllum hrossum sem fædd voru árið 2004 (7246 hross) en það ár var valið þar sem það er meðalfæðingar ár frístundahrossanna. Erfðahlutdeild hvers og eins forföður var reiknuð út samkvæmt aðferð Wolliams og Thompson (1994).
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sá eiginleiki sem verðmætastur er hjá frístundahrossum er sá að knapar óháð getu og reynslu á hestbaki geti riðið hrossunum. Eiginleikarnir vilji og næmni eru bein tengdir því hvort hesturinn búi yfir þeim kostum, því er mikilvægt að frístundahross séu þjál og spennulaus. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að frístundahross eru afurð hins skipulega ræktunarstarf. Það sést helst á því hversu stór hluti þeirra er undan sýndum feðrum sem hlotið hafa háan kynbótadóm. Að baki frístundahrossa standa einnig sömu forfeður og formæður og hrossastofnsins alls þótt örlítill munur sé á erfðahlutdeild einstakra hesta á milli hópanna. Álykta má því út frá rannsókn þessari að frístundahross séu afurð hins skipulega ræktunarstarfs en séu lakari að gæðum en sýnd hross eru almennt einkum og sér í lagi í flestum þeim eiginleikum sem dæmdir eru í kynbótadómi.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_GisliGudjonsson loka.pdf1.36 MBOpinnPDFSkoða/Opna