is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27991

Titill: 
  • Leiksvæðastefna Reykjavíkur – Grenndarvellir, ástand, eignarhald og notkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Græn svæði og aðgengi að þeim eru mikilvæg fyrir lýðheilsu íbúa samkvæmt fjölda rannsókna. Reykjavíkurborg er með um 260 leiksvæði á sínum vegum víðsvegar um borgina sem eru í misgóðu ástandi. Ákveðið var að skoða hvernig ástand, nýting og notkun grenndarvalla væri eftir skipulagi og eignarhaldi þeirra? Tekin voru fyrir fjögur leiksvæði á litlu svæði í Fossvogi og var saga þeira skoðuð ásamt því að farið var á svæðin til að skoða notkun þeirra. Rætt var bæði við íbúa í hverfunum og starfsmenn borgarinnar. Leiksvæðastefna borgarinnar var skoðuð og svæðin metin út frá henni og hvort henni hefði verið fylgt eftir. Til samanburðar voru höfð þrjú önnur leiksvæði í eigu borgarinnar og eitt leiksvæði í eigu íbúa. Í ljós kom að eignarhald virðist ekki skipta máli þegar kemur að viðhaldi og nýtingu leikvallanna. Staðsetning og virkni og áhugi íbúa virðist skipta mestu máli. Það kom einnig í ljós að þó að leiksvæðastefnan sé vel gerð og áhugaverð þá eru vankantar á að unnið sé eftir henni og að allir starfsmenn borgarinnar viti af henni.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_HeiðaÁgustdottir.pdf2.71 MBOpinnPDFSkoða/Opna