is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27993

Titill: 
  • Stærðarmál íslenskra mjólkurkúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hver eru helstu stærðarmál íslenskra mjólkurkúa og hve mikill breytileiki er í þeim auk þess að kanna samhengi þeirra við hæðareinkunn, aldur við fyrsta burð og stöðu á mjaltaskeiði en þó ekki síður að fá nýtt mat á stærð íslenskra kúa til að bera saman við eldri gögn og önnur kúakyn.
    Farið var í 20 fjós á Suður- og Vesturlandi þar sem gerðar voru mælingar á hæð á herðar, hæð á krossbeinskamb, brjóstmáli, skrokklengd og hæð í olnboga 706 kúa. Í ljós kom að meðalkýrin er nú 122,34 cm há á herðar, 126,33 cm há á krossbeinskamb, með brjóstmál upp á 188,38 cm, hæð í olnboga 71,16 cm og skrokklengd upp á 143,57 cm. Miðað við niðurstöður eldri rannsókna er markverðast að meðalkýrin hefur hækkað um 1 cm á herðar að meðaltali á hvejum áratug síðustu 40 árin og brjóstmál hennar hefur aukist um 25 cm síðustu 115 árin. Frá mælingum sem gerðar voru fyrir 40 árum hefur breytileiki í stærð ekki minnkað.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs.-ritgerð Hjalti Sigurðsson.pdf4.45 MBOpinnPDFSkoða/Opna