is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27997

Titill: 
 • Mjólkurfóðrun lamba
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hérlendis er lítið vitað um eldi íslenskra lamba sem ganga ekki undir mæðrum sínum. Þessi rannsókn er sú fyrsta í sínum flokki til þess að skilgreina heppilegar aðferðir við fóðrun og uppeldi móðurlausra lamba þannig úr verði meðaldilkar. Í þessari rannsókn er borinn saman árangur við mjólkurfóðrun í 5 vikur og í 7 vikur. Samanburður var einnig gerður á milli lamba á lambafóstru og lamba sem ganga undir móður.
  Rannsókn var gerð á tímabilinu 9. maí 2016 til 21. október 2016. Tvílembings lömb undan gemlingum voru notuð í rannsókninni. Annað lambið gekk undir móður allt tímabilið og hitt lambið var tekið undan 48 klukkustundum eftir burð og sett á lambafóstru. Lömbin sem voru á lambafóstrunni fengu frjálsan aðgang að mjólk, kjarnfóðri, vatni og heyi.
  Lömb í báðum meðferðum hættu á lambafóstru 27.júní og fóru á beit 29. júní með 1 ha af grænfóðri til að venjast því þar til þau færu á grænfóðurbeit þegar grænfóðrið væri tilbúið seinna um sumarið. 24. ágúst voru lömbin sett í annað hólf þar sem grænfóður var stærstur hluti beitarinnar en höfðu aðgang að annarri beit til að beitin yrði ekki einsleit.
  Lömb voru vigtuð á um tveggja vikna fresti þegar á mjólkurfóðrun stóð. Þau voru vigtuð þegar þau voru færð á aðra beit og svo tveimur dögum fyrir slátrun.
  Niðurstöðurnar gáfu til kynna að ekki væri marktækur munur (p>0,05) á milli lamba sem voru á mjólk í 5/6 vikur og lamba sem voru á mjólk í 7 vikur. Hagstæðara er því að gefa lömb mjólk í 5/6 vikur og setja þau á beit og gefa kjarnfóður með. Það þyrfti að þróa aðferð til að kenna lömbum að éta kjarnfóður með mjólkurgjöf betur og skoða þarf margt annað til að finna aðferð sem hentar íslensku sauðkindinni.

Samþykkt: 
 • 8.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_KaraLauEyjólfs.pdf650.95 kBOpinnPDFSkoða/Opna