is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27999

Titill: 
 • Hegðun fólks á göngugötum í miðborg Reykjavíkur á mismunandi tímabilum ársins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Þar sem fólk er myndast fjölbreytt mannlíf og andrúmsloft. Mikilvægt er að bjóða upp á mannvænt umhverfi þar sem fólk vill vera. Göngugötur styrkja og stuðla að betra mannlífi. Reykjavíkurborg hefur verið að prófa sig áfram með það að lengja tímabil göngugatna yfir sumartímann en einnig á öðrum tímum ársins.
  Aðalmarkmið verkefnisins var að rannsaka hegðun fólks á meðan á göngugötum stendur yfir mismunandi tímabíl ársins en ekki yfir hásumarið. Einnig var kannað hvort fólk nýtti sér göngugöturnar þegar þeim var lokað fyrir bílaumferð á öðrum tímum ársins.
  Annað markmið var að gera viðhorfskönnun þar sem viðhorf vegfarenda og rekstraraðila til göngugatna á svæðinu voru könnuð.
  Rannsóknarspurningin er: Hver eru viðhorf rekstraraðila og vegfarenda gagnvart göngugötum og hvernig hegðar fólk sér við göngugötur á mismunandi árstíðum?
  Vinnsla gagnasöfnunar var að mörgum leyti byggð á verkefni Borghildar, hóps listaháskólanema, sem unnu svipað verkefni á árunum 2012 og 2013.
  Aðalhluti verkefnisins var vettvangskönnun. Þar sem fylgst var með fólki sem staldraði við og nýtti sér opin svæði á rannsóknarsvæðinu á meðan götur voru gerðar að göngugötum en líka þegar umferð var leyfð. Einnig voru niðurstöðurnar bornar saman við niðurstöður eldri kannana Borghildar. Í fljótu bragði er hægt að segja að fjöldi vegfarenda sé yfirleitt meiri þegar göngugötur eru en nánar verður farið í útskýringar á niðurstöðum í niðurstöðukafla ritgerðarinnar.
  Til að kanna viðhorf voru tekin viðtöl við vegfarendur og rekstraraðila á athugunarsvæðinu. Þátttakendur voru mjög jákvæðir gagnvart göngugötum á sumrin en voru á annarri skoðun þegar spurt var út í viðhorf til þeirra á öðrum tímabilum ársins eða jafnvel allt árið um kring. Rekstraraðilar voru einnig spurðir hvaða áhrif þær hefðu á viðskipti þeirra og þar fóru svörin mjög eftir rekstrarformi fyrirtækja.
  Þróun viðhorfa þátttakenda voru metin og borin saman við niðurstöður úr viðhorfskönnun Borghildar frá árunum 2012 og 2013 og niðurstöður frá Gallup frá árunum 2014 og 2015.

Samþykkt: 
 • 8.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Katharina Olga Metlicka.pdf14.06 MBOpinnPDFSkoða/Opna