Fræðasvið Háskólans á Akureyri eru þrjú, heilbrigðisvísindasvið, hug- og félagsvísindasvið og viðskipta- og raunvísindasvið þar sem boðið er upp á vandað og yfirgripsmikið námsframboð á mörgum sviðum í grunn- og framhaldsnámi. Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sjö námsleiðir sem ekki eru í boði í öðrum háskólum landsins. Þær eru félagsvísindi, fjölmiðlafræði, iðjuþjálfunarfræði, líftækni, lögreglufræði, nútímafræði og sjávarútvegsfræði.
Rannsóknir eru einn af hornsteinunum í starfsemi Háskólans á Akureyri þar sem starfar fjöldi fræðimanna sem stunda fjölbreyttar rannsóknir.
Hlutverk Háskólans á Akureyri er að veita nemendum tækifæri til að öðlast menntun í metnaðarfullu og alþjóðlegu náms- og rannsóknarumhverfi. Háskólinn skapar fræðimönnum sínum umhverfi og aðstöðu til rannsókna og nýsköpunar sem stuðlar að vexti og framþróun íslensks samfélags í alþjóðlegu umhverfi. Háskólinn veitir nýjum straumum til landsins alls í gagnvirkum tengslum milli samfélagsins og háskólans.
Titill | Verk | |
---|---|---|
Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið | 178 | |
B.S. verkefni | 72 | |
Meistaraprófsritgerðir | 106 | |
Heilbrigðisvísindasvið | 609 | |
B.S. verkefni | 424 | |
Meistaraprófsritgerðir | 185 | |
Hug- og félagsvísindasvið | 2542 | |
B.A./B.Ed./B.S. verkefni | 1860 | |
Meistaraprófsritgerðir | 682 | |
Rafræn tímarit | 261 | |
Nordicum - Mediterraneum | 261 | |
Rit starfsmanna | 7 | |
Bækur | 1 | |
Working Paper Series | 6 | |
Viðskipta- og raunvísindasvið | 1462 | |
B.S. verkefni | 1118 | |
Meistaraprófsritgerðir | 338 | |
Rannsóknarrit starfsmanna | 0 | |
Working Paper Series | 6 |