is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12451

Titill: 
  • Millidómstig á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ísland hefur lengst af búið við þrjú dómstig. Með lögum nr. 22/1919 um Hæstarétt, sem tóku gildi árið 1920, var dómstigunum fækkað í tvö, héraðsdóma og Hæstarétt. Dómstigin hafa upp frá því haldist tvö og nú er svo komið að íslenska dómskerfið er sér á báti þar sem dómskerfi nágrannalandanna samanstanda öll af þremur dómstigum, hið minnsta. Millidómstig hefur í gegnum tíðina reglulega borið á góma í íslenskri samfélagsumræðu. Markmið þessarar ritgerðar er að meta hvort þörf sé á millidómstigi á Íslandi og jafnframt hvort slíkt dómstig ætti að taka jafnt til einkamála og sakamála eða eingöngu til sakamála.
    Miklar samfélagsbreytingar hafa orðið síðan 1920. Flóknari samfélagsgerð leiðir óneitanlega til bæði fleiri og umfangsmeiri dómsmála. Tímabundnar lausnir hafa hingað til verið notaðar til þess að svara álagspunktum á dómstólana. Slíkar lausnir duga þó ekki til lengri tíma litið þar sem þær leysa ekki rót vandans og þá ágalla sem eru á núverandi dómskerfi, sérstaklega með tilliti til þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir. Millidómstig í einkamálum og sakamálum er vissulega kostnaðarsamara og umfangsmeira en millidómstig sem eingöngu tekur til sakamála. Telja verður þó að hið fyrrnefnda hafi umtalsverða kosti fram yfir hið síðarnefnda, enda eru fræðimenn almennt sammála um nauðsyn þess að koma á fót millidómstigi í einkamálum og sakamálum til lengri tíma.
    Tilkoma millidómstigs myndi verða þess valdandi að meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir æðri dómi yrði virt í framkvæmd. Þá myndi seta sérfróðra meðdómenda við dómstólinn verða til þess að raunveruleg endurskoðun á sönnunarmati færi fram þar sem sérfræðiþekkingar er þörf. Loks myndi millidómstig í einkamálum og sakamálum verða til þess að styrkja fordæmishlutverk Hæstaréttar. Afraksturinn yrði aukið réttaröryggi, vandaðri málsmeðferð og aukin tiltrú almennings á dómskerfinu. Niðurstaða þessarar ritgerðar er því sú að ráðast beri í stofnun millidómstigs í einkamálum og sakamálum hið fyrsta.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.5.2020.
Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð tilbúin.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna