is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18809

Titill: 
  • Sérstaða díalektískar atferlismeðferðar : upphaf og þróun í klínískri meðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Díalektísk atferlismeðferð er meðferðarform sem varð til í lok 9. áratugarinns og kom meðferðarhandbók út árið 1993. Meðferðin byggir á atferlisfræði og heimspeki Zen-búddisma. Allar götur frá upphafi meðferðarinnar hefur meðferðin verið að aukast í vinsældum og er orðið mjög útbreitt meðferðarform í dag. Í þessari ritgerð verður fjallað ýtarlega um og skoðað hvað Díalektísk atferlismeðferð er, upphaf og þróun meðferðarinnar og á hvaða þáttum hún byggir. Upphaflega var Díalektísk atferlismeðferð þróuð fyrir skjólstæðinga með jaðarpersónuleikaröskun og sjálfskaðandi hegðun og verður sú röskun ásamt persónuleikaröskunum aðeins til umfjöllunar til að betri innsýn fáist á hvað liggi að baki vissum þáttum og færniþjálfun í meðferðinni. Gert er grein fyrir innviðum meðferðarinnar og hvernig æfingum hún byggir á og hvers vegna þær skipta máli. Yfirlit er um rannsóknir sem fjalla um Díalektíska atferlismeðferð og verða þær til umfjöllunar. Fjallað er um Zen-búddisma, díalektíska heimspeki, núvitund og fleira sem að Díalektísk atferlismeðferð sækir aðferðir sínar til. Til umfjöllunar eru þeir færnis-þjálfunarþættir sem að í meðferðinni eru, þættir eins og tilfinningastjórnun, skilningur, samskipti og fleiri þættir. Ásamt sérstöðu Díalektískar atferlismeðferðar er skoðað hvort að þetta meðferðarform sé að virka vel sem meðferðarúrræði fyrir aðrar raskanir en jaðarpersónuleikaröskun eins og það var upphaflega þróað fyrir.
    Lykilorð: Díalektísk atferlismeðferð, Jaðarpersónuleikaröskun, Núvitund, Zen búddismi, Hugleiðsla

  • Útdráttur er á ensku

    Dialectical behavioral therapy is a clinical treatment approach that was developed in the late 9th decede and a clinical handbook was published in 1993. Dialectical behavioral therapy is based on a philosopy principles of Zen-Buddism and behavioral science. From the beginning the treatment has become more and more popular and is today well established and widespread approach in clinical therapy. This study analyzes what Dialectical behavioral therapy is, the origins and development in clinical therapy and descibes which factors the therapy is based on. Originally the treatment was developed for patients with Borderline Personality Disorder and self-destructive behavior. Borderline personality disorder and personality disorders in general are to discussion in this study to get a better insight on what is behind specific factors and skills training in the treatment, introduction to infrastructure and on what the exercises are based on and why these exercises matter. Overview of researches about the treatment is to discussion and principles of Zen-Buddism is explained and dialectical philosophy, mindfullness and more factors that the treatment has applyed it‘s methods from. Furthermore a overview of treatments factors as; validation, emotional control and specialities of the treatment and how promising the treatment is for another disorders that it was originally developed for.
    Keywords:Dialectical behavioral Therapy, Borderline Personality Disorder, Mindfullness, Zen-buddism, Meditation

Athugasemdir: 
  • Læst til 10.6.2020
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.a verkefni Magnea pdf893.33 kBOpinnPDFSkoða/Opna