is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5768

Titill: 
  • Fjölnýting jarðhita við Öxarfjörð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslendingar hafa fundið vel fyrir orku jarðar frá upphafi landnáms. Nýting á jarðhitanum til baða, þvotta og húshitunar hefur auðveldað Íslendingum lífið í gegnum aldirnar og hjálpað þeim að þrauka af á veðrasömu landi. Þó hefur sambúðin við þessa gríðar miklu orkuuppsprettu ekki einungis verið dans á rósum. Jarðskjálftar, eldgos og öskufall hafa hrellt Íslendinga í aldanna rás og valdið miklum búsifjum. Reynsla, tækni og þekking hafa gert Íslendingum kleyft að beisla jarðhitaorkuna og vinna úr henni raforku.
    Í Öxarfirði er jarðhitasvæði sem flokkast undir lághitasvæði. Möguleikar á nýtingu jarðhitans eru töluverðir og myndu auka atvinnu og uppbyggingu á svæðinu. Nýtingarkostir jarðhitans eru hugsaðir með fjölnýtingu í huga.
    Raforkuframleiðsla er sá nýtingarmöguleiki sem krefst hæsta mögulega hitastigs. Í Öxarfirði er mögulegt að framleiða 1,95 MW með ORC tvívökvatækni miðað við álitlegustu borholur í Öxarfirði. Kópasker er næsti þéttbýlisstaður við Öxarfjörð og notar um 1 MW.
    Grænmetisrækt í Öxarfirði er borin uppi af ræktun lífrænna gulróta í heitum jarðvegi í Öxarfirði. Möguleikar eru töluverðir á aukinni grænmetisframleiðslu og með uppsetningu gróðurhúss aukast skilyrði til ræktunar mikið.
    Ræktun þörunga til lífdísel framleiðslu virðist kjörin í Öxarfirði með tilliti til aðstæðna. Ræktun þörunga gætu mögulega farið vel með ræktun grænmetis.
    Heilsutengd ferðaþjónusta er sívaxandi afþreying sem margir erlendir ferðamenn sækjast eftir. Í námunda við Öxarfjörð eru vinsælir ferðamanna staðir og talsverðir möguleikar eru á að tengja stórbrotna náttúru Öxarfjarðar við nýtingu jarðhitans eru mjög miklir.
    Fiskeldi hefur verið stundað í Öxarfirði í nokkur ár og hefur nýtt sér jarðhitan með beinum hætti. Með aukinni nýtingu á jarðhitanum aukast möguleikar fiskeldisins til þess að auka umfang og framleiðslu. Jarðhitinn og mikið vatnsflæði í Öxarfirði gera fiskeldinu kleyft að stækka umtalsvert.

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölnýting jarðhita við Öxarfjörð.pdf2.36 MBOpinnFjölnýting á þeim jarðhita sem finnst í ÖxarfirðiPDFSkoða/Opna