is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25238

Titill: 
  • Hlutverk og ábyrgð sérfræðitryggðra aðila við nýframkvæmdir : hver eru skilin á milli sérfræðiábyrgðar hönnuða og byggingarstjóra?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í mannvirkjagerð á Íslandi. Mannvirkjagerð er í eðli sínu stór og umfangsmikil framkvæmd, sama hvernig litið er á það. Framkvæmdir sem slíkar þarfnast oft á tíðum mikils undirbúnings og í kjölfarið tekur við aðhald þeirra sem að framkvæmdum koma á framkvæmdartímanum.
    Það er grundvöllur leyfisskyldrar mannvirkjagerðar að fyrir liggji samþykkt hönnunargögn sem verða forsendur mannvirkis. Slík gögn þurfa að liggja fyrir áður en hafist er handa við framkvæmdina sem slíka. Í framhaldi af því er það á ábyrgð eiganda mannvirkis að ráða framkvæmdaraðila sem hefur umsjón með verkframkvæmdum. Til þess að tryggja það að framkvæmdir séu unnar í samræmi við gildandi rétt, hvílir sú ábyrgð á eiganda mannvirkis að ráða byggingarstjóra sem hefur það hlutverk að gæta að því að byggt sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn, lög og reglur. Þetta eru þeir sérfræðingar sem koma að framkvæmdunum og hafa þeir ýmsum skyldum að gegna. Í krafti þekkingar hönnuða og byggingarstjóra hvílir á þeim lögbundin sérfræðiábyrgð. Slík ábyrgð á að tryggja það að eigandi mannvirkis sé verndaður gegn saknæmri vanrækslu þessara sérfræðinga. Löggjafinn hefur eins og áður segir farið þá leið að festa það í lög að sérfræðingar við mannvirkjagerð séu tryggðir fyrir þeim ágöllum sem kunna að verða vegna starfa þeirra. Það er vegna þess sem sérfræðingar við mannvirkjagerð þurfa að hafa gilda starfsábyrgðartryggingu á meðan framkvæmdum stendur. En er þessi vernd nægjanleg miðað við gildandi lagareglur á þessu sviði?
    Markmið þessa lokaverkefnis er að gera grein fyrir því hvað felst í sérfræðiábyrgð hönnuða og byggingarstjóra með það að leiðarljósi að svara þeirri spurningu sem lögð var hér fram fyrr.

  • Útdráttur er á ensku

    Over recent years a rapid increase has been in the construction area in Iceland. From every perspective the building construction is inherently large and extensive practice. Such constructions often needs a lot of preparation and following that constructions needs much surveillance from all that are involved in the practice. The basis for constructions are first of all the design data, that has to be completed and approved before the building starts. Following that it is the responsibility of the construction owner to employ constructor that will be the supervisor of the work construction. In order to ensure that the construction will be done in accordance of applicable law, the construction owner has to
    hire a construction manager. His main responsibility will be to ensure that construction is in accordance with the approved design data, rules and regulations. Construction managers are experts and they have a lot of obligations to fulfil. In the power of the construction managers and designer knowledge they have a wide professional liability against the construction according to law. The main reason of such wide professional liability is to ensure that constructions owner will be protected against any kind of neglect caused by the experts. As mention before the legislator has decided to adopt this protection by making it a mandatory rule that all experts have to have an insurance to cover all the misconduct that might be connected to the work of these experts. According to this all experts that are working in the construction area have to have a valid insurance throughout the processing time. But is this enough to protect the construction owner? The main reason for these thesis is to clarify the meaning of professional liability of designers and constructions managers with the aim to answer this question.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 9.5.2021.
Samþykkt: 
  • 15.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa 4. maí - Friðrik Smárason (ML-ritgerð).pdf829.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna