is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/280

Titill: 
 • Ígrundun í hjúkrun – gerir gott betra : rannsókn á notkun ígrundunar meðal hjúkrunarfræðinga á hand- og lyflækningadeildum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort og þá hvernig sú mikla umræða sem hefur verið um ígrundun í erlendum fagtímaritum skili sér til hjúkrunarfræðinga á hand- og lyflækningadeildum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Með ígrundun er talið að öðlast megi innsæi sem er forsenda faglegrar færni. Því álíta rannsakendur að gildi rannsóknarinnar felist í því að sýna fram á að ef hjúkrunarfræðingar öðlast frekari innsýn í hugtakið ígrundun geti það hjálpað þeim við þróun faglegrar færni.
  Sett var fram rannsóknarspurning í þremur liðum:
  • „Hvort og þá hvernig hjúkrunarfræðingar á hand- og lyflækningadeildum FSA nota ígrundun í starfi“
  • „Hvort og þá hvernig starfsaldur hafi áhrif þar á“
  • „Hvort og þá hvernig ígrundun tengist þróun í starfi hjá áðurnefndum hjúkrunarfræðingum“
  Sú rannsóknaraðferð sem byggt var á við gerð rannsóknarinnar er eigindleg inntaksgreining (content analysis). Viðtöl voru tekin við átta hjúkrunarfræðinga. Rannsakendur ákvörðuðu fimm efnisflokka sem byggðir voru á fyrri rannsóknum og skrifum um efnið. Í efnisflokkana röðuðust samtals 41 þema.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að allir þátttakendur nota ígrundun ómeðvitað, fimm þeirra nota einnig ígrundun á meðvitaðan hátt. Allir viðmælendur voru sammála um að ígrunda bæði jákvæða og neikvæða reynslu og einnig spyrja allir sig spurninganna „hvað“ og „hvernig“ þegar þeir ígrunda. Einungis fimm af þeim átta hjúkrunarfræðingum sem tóku þátt ná hins vegar að spyrja sig spurningarinnar „hvers vegna“ þegar þeir ígrunda, þetta eru sömu einstaklingar og nota ígrundun meðvitað. Þátttakendurnir voru flokkaðir eftir þrepun Mezirow’ s. Niðurstöður sýndu að hár starfsaldur er ekki sá þáttur sem hefur hvað sterkast forspárgildi um flokkun á hærri þrep, framhaldsmenntun og hvetjandi starfsumhverfi virtust hafa sterkari áhrif. Þátttakendur töldu lærdóm vera einn helsta ávinning ígrundunar. Þar sem lærdómur hefur áhrif á þróun í starfi þá drógu rannsakendur þá ályktun að ígrundun hafi jákvæð áhrif þar á. Þátttakendur töldu einnig ígrundun leiða af sér betri hjúkrun og auka færni og þroska.
  Margt líkt er hægt að finna í niðurstöðum þessarar rannsóknar og niðurstöðum annarra rannsókna, sérstaklega um ávinning ígrundunar. Því leyfa rannsakendur sér að draga þá ályktun að ígrundun í hjúkrun geri gott betra.
  Lykilhugtak: Ígrundun (reflection)

Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
igrundun-f.pdf58.76 kBOpinnÍgrundun í hjúkrun – gerir gott betra! - forsíðaPDFSkoða/Opna
igrundun-framan.pdf67.56 kBOpinnÍgrundun í hjúkrun – gerir gott betra! - fyrstu síðurPDFSkoða/Opna
igrundun.pdf771.52 kBOpinnÍgrundun í hjúkrun – gerir gott betra! - heildPDFSkoða/Opna