is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28001

Titill: 
  • Vanhöld lamba í sumarhögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa verkefnis var að skoða hvort aðbúnaður og meðferð lambfjár áður en því er sleppt að vori hafi áhrif á vanhöld lamba í sumarhögum. Valið var að vinna með þrjú svæði með ólík vanhaldahlutföll og samþykktu 19 bú að taka þátt. Fengin voru gögn úr skýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands fyrir búin frá árunum 2007- 2014 og búin síðan heimsótt og spurningalisti um verklag á búunum svarað. Heildarfjöldi fæddra lamba á þessu átta ára tímabili var 114.277. Helstu niðurstöður úr skýrsluhaldi voru á þá leið að marktækur munur er á milli þessara þriggja svæða hvað vanhöld í sumarhögum snertir og einnig á milli búa innan svæða. Meiri vanhöld eru á hrútlömbum en gimbralömbum og einnig reyndust lömb sem ganga undir fósturmóður með lakari lifun í sumarhögum.
    Helstu niðurstöður úr spurningalista eru að allt bendi til þess að hreinlæti (heitt vatn í húsum og sótthreinsun einstaklingsstía) hafi jákvæð áhrif á lifun lamba í sumarhögum. Fyrirbyggjandi aðgerðir virðast einnig vera mikilvægar til að auka lifun lamba, bólusetning áa skiptir máli fyrir vanhöld í sumarhaga en fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slefsýki og skitu mestu máli fyrir lifun á sauðburði. Fósturtalning áa virðist einnig hafa jákvæð áhrif á vanhöld á búunum en þar sem það er gert eru marktækt minni vanhöld en þar sem það er ekki gert. Skýringin á þessu getur verið sú fósturtalning auðveldar bændum að flokka ærnar eftir fóðurþörfum en einnig fékkst marktækt betri lifun í sumarhögum þar sem kjarnfóður er gefið í einhverju mæli fyrir burð. Rúningur haust og vetur hefur jákvæð áhrif á lifun lamba í sumarhögum og einnig að baða lömb áður en þau eru vanin undir fósturmóður, þessar niðurstöður þarf þó að taka með fyrirvara þar sem of fá bú svara að þessu sé ekki þannig háttað hjá þeim. Af sömu ástæðu þarf að taka með fyrirvara niðurstöður um bólusetningu áa, og tíma í einstaklingsstíu. Að lokum benda niðurstöðurnar til þess að þrepaskipt aðlögun lamba hafi jákvæð áhrif og er þá átt við að best komi út að hafa lambfé í 3 daga eða lengur í einstaklingsstíu, setja það síðan í hópstíu, þaðan í útigerði áður en það er sett á tún og svo loks í sumarhagana.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_NLN_lokaskil.pdf1.91 MBOpinnPDFSkoða/Opna