is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28002

Titill: 
 • Sjálfbær þróun orkumála á Íslandi. Efling nýtingar og framleiðslu endurnýjanlegs metanóls til samgangna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Með aukinni orkunotkun á heimsvísu, hlýnun jarðarinnar og takmarkaðra vista af jarðefnaeldsneyti er æskilegt að nýting óhefðbundinna orkugjafa aukist í náinni framtíð.
  Samhliða er mikilvægt að stuðla að því að draga sem mest úr orkunotkun almennt. Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi er nauðsynlegt að hafa vistfræðilegar stoðir í forgrunni við val á orkugjafa hverju sinni og leyfa ekki einungis efnahagslegum forsendum til skamms tíma að stýra ferðinni. Markmið þessarar ritgerðar er að fara yfir möguleika Íslendinga á að nýta aðföng þjóðarinnar til aukins orkusjálfstæðis. Í kastljósi verður metanólframleiðslan í Svartsengi. Þetta er gert vegna framúrstefnulegra ferla sem þeir hafa tileinkað sér sem felast samtímis í endurnýtingu koldíoxíðs og umbreytingu raforku í efnaorku.
  Þessi lokaritgerð er skrifuð til BS.c prófs við Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2017. Gert var yfirlit yfir möguleika Íslendinga á aukinni sjálfbærni í orkumálum. Framleiðsla og notkun metanóls var höfð að leiðarljósi. Tilgangurinn með því er að auka sýnileika á þeim kostum sem fylgja þeim tiltekna orkugjafa.
  Hér á landi eru auðlindir fyrir orkuvinnslu nægar til að mæta eftirspurn og tækniþekking mikil og því rík ástæða til þess að leggja áherslu á og hvetja innleiðingu orkugjafa sem teljast umhverfisvænni en þeir hefðbundnu.

Samþykkt: 
 • 8.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Rafn Helgason loka.pdf1.78 MBOpinnPDFSkoða/Opna