is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28003

Titill: 
  • Mannvirki í landslagi. Áningarstaðir í sátt við umhverfið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með tilkomu gríðalegrar aukningar ferðamanna til landsins á síðustu árum hafa skapast mikil tækifæri og áskoranir tengd uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn en um leið ýmis vandamál tengd umhverfisþáttum. Vandamál sem við vorum jafnvel ekki í stakk búin að takast á við. Þar hefur ástand á þjóðvegum landsins ekki farið framhjá neinum ásamt átroðningi á viðkvæmri náttúru okkar.
    Í þessu verkefni er almennt fjallað um áningarstaði á Íslandi og mikilvægi upplifunarþátta og gildi góðrar hönnunar áningarstaða ásamt því að sýna fram á mikilvægi þess að hugað sé markvisst að uppbyggingu áningarstaða til þess að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Sérstök áhersla er einnig lögð á forsendur þess að horfa á heildarmyndina og hvað góður undirbúningur við hönnun áningarstaða getur verið mikilvægur og hvernig hann getur haft áhrif á að ferðamaðurinn verði fyrir hugrifum og skapi sér einstæðar minningar. Einnig er fjallað um lög og reglur sem þarf að fylgja varðandi framkvæmdir og mannvirkjagerð í landslagi og er markmiðið að viðfangsefnið myndi flæði og byggja góðan grunn fyrir hönnunartillögu.
    Bifreiðastæði í Kambabrún í Ölfusi var tekin fyrir sem dæmi, svæðið greint og í kjölfarið unnin hönnunartillaga að áningarstað á svæðinu með það í huga að hanna áningarstað sem m.a. ferðamaðurinn dvelur lengur á, sem eflir jákvæða upplifun og sem er í sátt við umhverfið.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Rebekka Guðmundsdóttir.pdf40.47 MBOpinnPDFSkoða/Opna