is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28004

Titill: 
  • Tengsl ómfitu við fullorðinsþunga, holdastigun og afurðasemi áa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Síðustu 3 - 4 áratugi hefur mikil barátta verið háð gegn fituinnihaldi í lambakjöti og hafa ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt miðað að því að minnka hlutfall fitu á móti vöðvahlutfalli í lambaskrokkum. Áhrif þessa úrvals gegn fitusöfnun á fullorðnar ær hafa lítið verið könnuð hérlendis, en þessari rannsókn er ætlað að feta fyrstu skrefin í þá átt. Gögnin sem notuð voru komu úr skýrsluhaldi Hestsbúsins frá framleiðsluárunum 2002-2013. Skoðuð voru tengsl ómfitumælinga 1.668 áa gimbrahaustið við afurðastig þeirra, holdastigun og fullorðinsþunga á 2., 3. og 4.-6. aldursári. Um leið voru skoðaðir aðrir mögulegir áhrifaþættir eins og ómvöðvaþykkt og haustþungi lamba.
    Ómfitumæling ásetningshaustið hefur afar lítil og ómarktæk áhrif (b=-0,0168; p=0,445) á afurðaeinkunn fullorðinna áa. Að sama skapi hefur fitan óveruleg áhrif á holdastig áa í nóvember (b=-0,0302; p=0,0018). Aftur á móti hefur ómfitumæling gimbra marktæk, neikvæð áhrif á fullorðinsþunga áa í nóvember (b=-0,716; p<0,0001) og janúar (b=-0,602; p<0,0001). Ómvöðvamæling gimbra hefur óverulega jákvæða fylgni við holdastig fullorðinna áa og óveruleg neikvæð áhrif á fullorðinsþunga, en áhrifin voru öll marktæk.
    Haustþungi gimbra reyndist hafa jákvæð áhrif á fullorðinsþunga í nóvember (b=0,712; p<0,0001) og janúar (b=0,774; p<0,0001), og jákvæð línuleg áhrif á afurðaeinkunn áa (b=0,044; p<0,0001) Úrval gegn fitu í sauðfé er því líklegt til að stækka ærnar en að öðru leiti virðast áhrif þess á fullorðna gripi takmörkuð.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Sigríður Þorvaldsdóttir.pdf1.62 MBOpinnPDFSkoða/Opna