is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28006

Titill: 
  • Komutími vaðfugla á leirur á Vesturlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Frá mars til júní árið 2007 voru vaðfuglar taldir á nokkrum leirum á Vesturlandi. Meginmarkmiðið með því var að skrásetja komutíma þeirra á leirurnar, tegundasamsetningu og fjölda, auk þess að kanna hvort munur væri á milli þriggja svæða, Mýra, Snæfellsness og norðanverðs Breiðafjarðar. Fyrstu einstaklingar hverrar tegundar sáust á tímabilinu frá byrjun apríl til miðs maí, mismunandi eftir tegundum. Tjaldar og sendlingar hafa hér vetursetu og var því ekki hægt að greina komu fyrstu farfugla þeirra tegunda. Tjaldar voru í hámarksfjölda við upphaf talninga í mars. Ekki var greinilegur munur á komutíma milli Snæfellsness og Mýra en engin tegund sást fyrst við norðanverðan Breiðafjörð. Flestar tegundir náðu hámarki fyrst á Mýrum. Rauðbrystingur var algengasta tegundin og jafnframt sú eina sem fyrst náði hámarki við norðanverðan Breiðafjörð. Um mánaðamótin maí-júní fór tegundum á leirum að fækka. Mikilvægt er að fylgjast með þróun komutíma og stofnstærðar, meðal annars til að sjá hvernig farfuglar bregðast við loftslagsbreytingum.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Svanhvít.Lilja 2017.pdf1.81 MBOpinnPDFSkoða/Opna