is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28010

Titill: 
  • Burðaraldur íslenskra kvígna og áhrif hans á afurðir, endingu og uppeldiskostnað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gögn frá Bændasamtökum Íslands um kýr fæddar á árunum 2006 og 2007 voru notuð til að meta áhrif aldurs við fyrsta burð á: Afurðir á fyrsta mjaltaskeiði, æviafurðir, förgunaraldur, daga í framleiðslu, bil milli fyrsta og annars burðs og prótein- og fituinnihald í mjólk á fyrsta mjaltaskeiði. Uppeldiskostnaður var metinn og borinn saman við hagnað sem fæst af meðalafurðum aldurshópa í gögnunum. Afurðir á fyrsta mjaltaskeiði jukust að jafnaði við hækkandi aldur við fyrsta burð, kvígur sem báru 20-22 mánaða mjólkuðu minnst á fyrsta mjaltaskeiði og kvígur sem báru 33 mánaða mjólkuðu mest (á þeim munaði 915 kg). Kvígur sem báru 23, 24, 25 og 26 mánaða mjólkuðu að meðaltali mest yfir ævina. Neikvæð fylgni var á milli aldurs við fyrsta burð og æviafurða. Eftir því sem kvígur voru eldri þegar þær báru varð ævi þeirra að meðaltali lengri. Neikvæð fylgni var á milli aldurs við fyrsta burð og daga í framleiðslu. Kvígur sem báru 20-22 mánaða voru að meðaltali 1.220 daga í framleiðslu en kvígur sem báru 35-37 mánaða voru að meðaltali í 1.101 daga í framleiðslu. Framleiðsluskeiðið varð hlutfallslega styttri hluti af heildarævilengd því eldri sem kýrnar voru þegar þær báru fyrsta kálfi. Jákvæð fylgni var á milli aldurs við fyrsta burð og bils milli fyrsta og annars burðs. Að meðaltali var stysta bil milli burða hjá kvígum sem báru 23 og 24 mánaða. Próteinmagn (kg) og fitumagn (kg) á fyrsta mjaltaskeiði jókst við aukinn aldur við fyrsta burð í samræmi við auknar afurðir. Ekki var marktækur munur á milli hópa þegar prótein- og fituhlutföll voru skoðuð.
    Uppeldiskostnaður hækkar um 13,2% ef kvíga ber 27 mánaða í stað 24 mánaða og um 53% ef kvíga ber 36 mánaða í stað 24 mánaða. Engir aldurshópar mjólkuðu fyrir uppeldiskostnaði þegar hagnaður fyrir meðalafurðir (mjólkurframleiðsla) á fyrsta mjaltaskeiði var skoðaður. Þegar hagnaður fyrir meðalæviafurðir (mjólkurframleiðsla) aldurshópanna var skoðaður og borinn samann við uppeldiskostnað var mestur hagnaður af kvígum sem báru 23 mánaða.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Þórdís Þórarinsdóttir.pdf7.43 MBOpinnPDFSkoða/Opna