is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28011

Titill: 
  • Surtshellir. Fræðslu-/sögustígur til verndar svæðisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort uppsetning fræðslu-/sögustígs við Surtshelli geti verið liður í að vernda svæðið. Ágangur við Surtshelli hefur verið mikill í gegnum tíðina og farið vaxandi með auknum fjölda ferðamanna. Surtshellir hefur ekki verið friðlýstur sem náttúruvætti líkt og margar af náttúruperlum Vesturlands s.s Grábrók og Hraunfossar. Inni í Surtshelli er þó að finna friðlýstar fornleifar sem voru friðaðar með lögum 1930. Í gegnum árin hefur æði margt verið rannsakað og skrifað um Surtshelli, en því miður lítið verið gert, svo Surtshellir sjálfur sem og umhverfi hans hefur látið verulega á sjá. Fræðslu-/sögustígar hafa verið notaðir víða til þess að stýra ferðafólki um afmarkaðar leiðir. Slíkir stígar eru vel þekktir víða um heim en hafa ekki verið áberandi á Íslandi. Þó hefur þeim fjölgað og til að mynda í Vatnajökulsþjóðgarði eru allnokkrir fræðslustígar eða gestagötur.
    Sumarið 2016 var gerð könnun sem tók til þess fjölda sem heimsótti Surtshelli og hvaða viðhorf ferðafólk hefði til staðarins. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður úr verkefni Önnu Berg Samúelsdóttur sumarið 2009 til að komast að hugsanlegum breytingum á fjölda og viðhorfum. Haft var samband við fólk á svæðum þar sem fræðslu-/sögustíga er að finna og það spurt út í notagildi stíganna og hvað þyrfti að hafa í huga þegar hefjast ætti handa við uppsetningu þeirra. Allir viðmælendur voru sammála um að fræðslu-/sögustígar væri góð leið til þess að stýra ferðafólki.
    Nauðsynlegt er að grípa til ráðstafana til að standa vörð um Surtshelli. Það rask sem þegar hefur orðið í hellinum er óbætanlegt. Uppsetning fræðslu-/sögustígs við Surtshelli gæti mögulega verið einn liður í því að varðveita svæðið fyrir komandi kynslóðir.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_surtshellir_þórhildur_maría_kristinsdóttir.pdf1.13 MBOpinnPDFSkoða/Opna