is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28012

Titill: 
 • Heilbrigði unglinga í framhaldsskólum: Forprófun á klíníska skimunartækinu HEILUNG
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Unglingsárin eru tími mikilla breytinga og áhættuhegðun algeng. Mikilvægt er að fyrirbyggja eða lágmarka neikvæð áhrif áhættuhegðunar. Sýnt hefur verið fram á að verndandi þættir geti mildað áhrif áhættuþátta og komið í veg fyrir áhættuhegðun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa nýtt klínískt skimunartæki HEILUNG sem ætlað er að meta heilbrigði unglinga í framhaldsskólum, bæði verndandi- og áhættuþætti, og að skoða hagnýtt gildi þess.
  Aðferð: Rannsóknin var megindleg en einnig var byggt á þremur viðtölum við skólahjúkrunarfræðing. Rannsóknin var framkvæmd af skólahjúkrunarfræðingi í einum framhaldsskóla. Úrtakið miðaðist við 80 nemendur sem mundu leita til skólahjúkrunarfræðings vegna heilsufars.
  Niðurstöður: Þátttakendur voru 68 nemendur á aldrinum 15 - 20 ára; meðalaldur 17,9 ár og um 76% stúlkur. Réttmæti skimunartækis var m.a. kannað með þáttagreiningu. Í ljós komu tveir verndandi þættir: sjálfsmynd (e. self-concept) og sjálfstrú (e. self-efficacy). Áreiðanleiki með Cronbach‘s alpha var 0,849 fyrir sjálfsmyndar þáttinn og 0,827 fyrir sjálfstrúar þáttinn. Marktæk fylgni var á milli þáttanna sjálfsmynd og sjálfstrú en ekki á milli verndandi- og áhættuþátta. Þátttakendur sem voru með meiri sjálfstrú mátu gengi sitt í skóla gott. Einstaklingar sem mátu andlega heilsu sína góða höfðu marktækt sterkari sjálfsmynd og meiri sjálfstrú. Þeir sem töldu sig hafa slæma heilsu höfðu marktækt fleiri áhættuþætti. Viðtöl við skólahjúkrunarfræðing leiddu í ljós að honum fannst auðvelt að leggja skimunartækið fyrir, það tæki stuttan tíma og auðvelt var að lesa úr því. Það gaf tilefni til að skoða fleiri þætti heilbrigðis og gaf heildrænni mynd af heilbrigði unglingsins.
  Ályktanir: Forprófunin gefur góðar vísbendingar um réttmæti og áreiðanleika skimunartækis en það þarf að prófa það áfram og leggja fyrir stærra úrtak. Skimunartækið er auðvelt í notkun og gefur heildræna mynd af heilbrigði unglingsins.
  Lykilorð: Unglingar, sjálfsmynd, sjálfstrú, verndandi þættir, áhættuþættir, skimunartæki

Samþykkt: 
 • 8.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilbrigði unglinga í framhaldsskólum - HEILUNG.pdf3.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Arna Garðarsdóttir. Yfirlýsing.jpg228.92 kBLokaðurYfirlýsingJPG