en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28014

Title: 
 • Title is in Icelandic Tölvustudd tannsmíði og heilgómar. Fræðilegt yfirlit
 • CAD/CAM dental technology and complete dentures. A literature review
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur: Markmið ritgerðarinnar er að lýsa breytingum sem átt hafa sér stað í tannsmíði, þar sem handverk hefur þróast yfir í tölvustudda heilgómagerð og svara rannsóknarspurningunni: Hverjar eru framtíðarhorfur tölvustuddrar heilgómagerðar í stað hefðbundinnar? Samantektin nýtist bæði fagfólki og almenningi og verður hún vonandi hvatning fyrir þá til þess að kynna sér möguleika CAD/CAM tölvutækni í heilgómagerð.
  Aðferðir: Aðferðafræði rannsóknarinnar fólst í að skilgreina viðfangsefnið, ákveða upplýsingaþörf og leita að efni sem máli skipti, jafnframt var skipulag leitaraðferða ákveðið. Við gagnaöflun var leitað að heimildum í gagnasöfnunum PubMed/Medline, Google Scholar og Scopus. Leitin var framkvæmd á tímabilinu 4. – 7. apríl 2017.
  Niðurstöður: Alls 56 greinar um notkun CAD/CAM tölvutækni við heilgómagerð uppfylltu leitarskilyrði. Greinarnar voru flokkaðar eftir efnisinntaki til að auðvelda úrvinnslu. CAD/CAM tækni við heilgómagerð er á byrjunarstigi. Til marks um það er sú staðreynd að sjö af átta framleiðslukerfum komu fram fyrir minna en þrem árum. Með þeim er hægt að fækka heimsóknum heilgómasjúklings til tannlæknis úr fimm niður í allt að tvær. Flest kerfi nota sérstakar mátskeiðar til máttöku en eitt kerfi notar munnskanna. Bittaka er ýmist með stillanlegum skeiðum eða með hefðbundnum hætti. Hráefniseiningar notaðar í fræsivélar eru ýmist úr vaxi eða plasti. Algengast er að tennur innbyggðar í hráefniseininguna eða að notaðar séu sérstakar fjöldaframleiddar tennur fyrir CAD/CAM tækni. Eitt kerfi býður upp á einstaklingsmiðaða hönnun á tönnunum sjálfum. Algengasta aðferðin til að framleiða heilgóma vélrænt felst í afskurði af hráefniseiningum með fræsingu, aðeins eitt kerfi notaði fjöllaga framleiðslu eða þrívíddarprentun í ferlinu.
  Ályktun: Niðurstöðurnar gefa til kynna að CAD/CAM tækni við hönnun og framleiðslu heilgóma hafi farið fram, sem sést í auknu framboði á kerfum til verksins. Þótt áfram sé þörf á tannsmiðum til heilgómagerðar, verða tannsmiðir framtíðarinnar ef til vill í sömu stöðu og starfsstétt prentara í kjölfar iðnbyltingarinnar. Ekki síst í ljósi þess að tilraunir með vélmenni til framleiðslu heilgóma eru á byrjunarstigi.
  Efnisorð: tannsmíði, gervitennur, tölvustudd hönnun (CAD).

 • Purpose: The purpose of this literature review was to describe the changes in dental technology that have occurred during the transition from using hands-on techniques to having a computer-aided approach in denture fabrication. The aim was to answer the research question: What are the prospects of CAD/CAM technology in denture fabrication instead of using traditional methods? The results will be beneficial to the dental team as well as the public. Hopefully this review will inspire them to educate themselves on the possibilities in CAD/CAM technology in denture fabrication.
  Methods: The methods consisted of defining the subject and area of research as well as forming a search strategy, including keywords and exclusive criteria. The search was performed using the online libraries PubMed/Medline, Google Scholar and Scopus. The research was conducted on April 4th – 7th 2017.
  Results: In total 56 journal articles were found on the research area of CAD/CAM technology in complete denture fabrication. Results from searches were assessed systematically. The fact that seven out of eight CAD/CAM fabrication systems for dentures emerged less than three years ago shows how recent the technology is. The systems make it possible to lower the number of patient‘s visits to the dentist from five down to as low as two. A majority of the systems use special impression trays for the impression procedure but one of them uses oral scanners. Bite registration is done in a traditional way or using special trays. Milling blanks are either made of special dental wax or denture base material. Some of them have built in denture teeth but other systems use prefabricated teeth from separate units. One system introduces the possibility of designing the teeth for each individual. Only one system used additive manufacturing (3-D printing) as part of the process while the rest used the subtractive method exclusively.
  Conclusion: The results show improvements in available complete dentures CAD/CAM systems. The workforce of dental technicians is still needed, but in the future their role might face drastic changes, since the use of robotics in complete denture fabrication is already developing.
  Key words: dental technology, dentures, computer-aided design.

Accepted: 
 • Jun 9, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28014


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tölvustudd tannsmíði og heilgómar – fræðilegt yfirlit.pdf1.02 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
yfirlysing.pdf760.92 kBLockedYfirlýsingPDF