Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28015
Ánægja sjúklinga er talin mikilvægur mælikvarði á gæði í heilbrigðisþjónustu en fremur hefur tíðkast að meta ánægju aðstandenda þeirra með gæði þjónustu á gjörgæsludeildum. Sjúklingar á gjörgæsludeildum eru oft ófærir um að tjá óskir varðandi eigin meðferð vegna veikinda sinna, slævingar og óráðs. Því fellur sú ábyrgð oft í skaut aðstandenda þeirra. Mat á ánægju aðstandenda með gæði þjónustu sem veitt er á gjörgæsludeild hefur ekki farið fram hér á landi.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna og lýsa ánægju aðstandenda sem áttu fjölskyldumeðlim sem dvaldi á gjörgæsludeildum Landspítala frá 1.janúar til 31.desember 2015. Markmiðið var að afla upplýsinga sem nýta mætti til að bæta gæði þjónustu gjörgæsludeilda Landspítala.
Rannsóknin er megindleg og afturvirk þversniðsrannsókn sem byggði annarsvegar á skráðum upplýsingum um sjúklinga sem dvöldu á gjörgæsludeildum árið 2015 og hinsvegar á gögnum sem aflað var með mælitækinu FS-ICU 24 sem metur ánægju aðstandenda á gjörgæsludeildum. Úrtakið er þægindaúrtak þar sem 136 sjúklingar gjörgæsludeilda tilnefndu aðstandendur sína til að svara spurningalista mælitækisins. Svarhlutfall aðstandenda var 56%. Stuðst var við lýsandi tölfræði og einfalda fylgniútreikninga við framsetningu niðurstaða.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ánægja aðstandenda mælist há en skilur þó eftir rými til umbóta og greinir brotalamir í þjónustunni. Mat aðstandenda á ánægju með umönnun og ánægju með ákvörðunartöku gaf hjúkrunarfræðingum vísbendingu um að hve miklu leyti þeir þurfa að efla þjónustu við gjörgæslusjúklinga. Efla þarf andlegan stuðning við aðstandendur ásamt því að auka samráð og stuðning við aðstandendur í ákvörðunartöku um meðferð sjúklings. Ekki var marktækur munur á milli ánægju aðstandenda og gögnum sem aflað var um sjúklinga eða bakgrunnsþátta aðstandenda.
Hér er komið mælitæki sem metur gæðavísi, ánægju aðstandenda með þjónustu, og gerir samanburð mögulegan innan gjörgæsludeilda, á milli gjörgæsludeilda Landspítala og á milli heilbrigðisstofnanna hérlendis og erlendis.
Patient satisfaction is an important measure of quality in health care. In the intensive care unit it is the family‘s satisfaction with the quality of care that is rather assessed. Critically ill patients are often not able to express their wishes about their own treatment due to their illness, sedation or delirium. Therefore it is often the family member‘s responsibility to act as a substitute in decision-making regarding care. In addition family member‘s also have a good overview of the care that the critically ill patient receives. To date family satisfaction with quality of care in the intensive care unit has not been evaluated in Iceland.
The purpose of this study was to explore and describe satisfaction of families that had family member in the intensive care units in Landspítali from 1st of January until the 31st desember in the year 2015. The goal was to provide information that can be used to improve the quality of care in the intensive care units at Landspítali.
This research is a quantitative and retrospective cross-sectional study that included both registered information about patients in the intensive care units in the year 2015 as well as on data that was obtained with the FS-ICU 24 instrument. The research sample was a convenience sample where 136 former patients of the intensive care unit pointed out family members that would be offered participation in the study by the researcher. The response rate was 56%. Descriptive statistics and correlation calculation was used to present the results.
The results of this study was that family satisfaction is high although there is still room for improvements. The results from the mean score from the subscales, family satisfaction with care and family satisfaction with decision-making gives critical care nurses indication to what extent they need to improve the care of the critically ill patient. They need to improve emotional support to the families as well as increase partnership in care and support during the decision-making process. No correlation was found between family satisfaction with care and the patient or family background data that was gathered.
The FS-ICU 24 assesses the quality indicator, family satisfaction with care and enables comparison within one unit, between the two intensive care units at Landspítali and between hospitals in Iceland and internationally.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
asdis_anaegja_snidmat.pdf | 1.32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing_skil í skemmuna.pdf | 427.24 kB | Lokaður |