Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28017
Brúin tengir saman strandlengjuna þar sem hún er rofin af Jökulsá á Breiðamerkursandi. Burðarvirki úr stáli situr á steyptum stöplum sem lyfta þjóðveginum upp. Bílar aka yfir stálvirkið en undir brúnni mætast lónið og hafið og ýta hvort öðru fram og aftur. Gangandi vegfarendur ferðast í gegnum burðarvirkið og hreyfast með þessum þverstæðu straumum. Ferðalaginu er stýrt af einingum úr timbri sem innihalda alla nauðsynlega þjónustu og fræðslu og gæða brúna þannig lífi. Á brúnni má því fræðast um sögu, jarðfræði og menningu staðarins, auk þess að upplifa ferðalag jökulbrotanna frá áður óþekktu sjónarhorni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LifandiBru-AstaSolliljaThorsteinsdottir.pdf | 6.83 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |