is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28018

Titill: 
  • Sjálfbær paradís : sjálfbærni, mannlegt eðli, hlutverk arkitekta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjálfbærni og vistvæni eru hugtök sem koma víðsvegar fyrir, þá sérstaklega í þeim málaflokkum sem koma að mótun framtíðar. Allir skynja að þessum hugtökum fylgir alvarleiki en einnig bjartsýni um betri framtíð. Það má skynja ákveðna tortryggni þegar kemur að þessum málum en fyrir venjulegt fólk er frekar erfitt að sjá fyrir sér hvað þau nákvæmlega standa fyrir. Allflestir hafa þó áhuga á því að skilja innihald þeirra en til þess þarf bæði að kafa djúft inn í fortíðina og á sama tíma spá fyrir um framtíðina. Eitt helsta verkefnið sem mannkynið stendur frammi fyrir er að gera bætur á okkar manngerða umhverfi svo það vinni með náttúrulegum ferlum en ekki á móti þeim. Á síðustu öld hefur aðskilnaður og kerfislæg hagræðing einkennt allt okkar manngerða umhverfi. Virkja þarf umhverfisvitund meðal fólks og samstilla ólíka menningarhópa svo þeir vinni sem best að sameiginlegum markmiðum. Til þess þarf að leita þekkingar á öllum sviðum, læra á hegðun náttúrulegra ferla en ekki síður tilhneigingar í hegðun fólks. Velta þarf við hverjum steini og hver einstaka starfstétt þarf að fara í naflaskoðun ef markmið sem stuðla að sjálfbærri þróun eiga að takast. Mikil áhersla hefur verið lögð á hið efnislega og einkennir það víða umræðuna. Vinna þarf á rót vandans en rótaskotin dreifa sér víða og gætu ekki síður legið inn í huglægum heimi mannkynsins. Arkitektar hafa mikilvæg verkfæri í höndunum sem brýnt er að beita í leitinni að betri heimi.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Davíð Sn. Sv. 13.12.16.pdf463.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna