is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28019

Titill: 
  • Tengiflug : tilurð og þróun Tempelhof svæðisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í síbreytilegum heimi togast mismunandi kraftar stanslaust á sem manneskjan myndar veruleika sinn út frá. Hún spennir tilvist sína út í rýmið þar sem hún er hverju sinni og lagar sig að aðstæðum, les rytma hvers rýmis fyrir sig og reynir að slá í takt. Hún reynir að finna sér stað innan mengi rýmisins á þeim forsendum að finna jafnvægi. En jafnvæginu er einungis hægt að ná þegar mismunandi kraftar orka á hvern annan og eiga í samspili.
    Fyrir tilstilli einstakrar keðjuverkunar hlaut Tempelhof svæðið í Berlín nýtt hlutverk eftir lokun flugvallarins þar árið 2008. Þar hefur tíðarandinn verið frystur í formi arkitektúrs, byggðum upp af andrúmsloftinu sem Berlínarbúar sækjast ítrekað í. Þar á sér stað hreyfilögmál og flæði sem veitir fólki svigrúm til eigin túlkunar og skynjunar.
    Í ritgerð þessari verður leitast eftir svörum um notagildi og virkni svæðisins og í hvaða tilgangi fólk leggur leið sína þangað. Hinu nýja hlutverki munu vera gerð skil og gildi svæðisins greint með verkfærum rýmiskenninga frönsku heimspekinganna Félix Guattari og Gilles Delueze um samfelld og rákuð rými ásamt staðleysukenningu Marc Augé um ofurnútímann. Einnig verður saga svæðisins rakin og reynt verður að greina eðli þess sem gerir það að þeim áfangastað sem það er í dag.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DiljáHilmarsdóttir-0204912219.pdf3.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna