is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28021

Titill: 
  • Róttækar aðgerðir kennsluhátta : spornað gegn visnun arkitektanáms
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á sjöunda áratug 20. aldar urðu miklar breytingar á aðferðafræði kennsluhátta í arkitektúr. Breytingar þessar voru viðbrögð við stöðnun í kennsluaðferðum og kölluðu aðgerðir nemenda á aukna róttækni. Þó virðist sem slík aðferðafræði hafi ekki skilað sér í gegnum tíðina og samkvæmt rannsóknum á borð við þá sem arkitektinn og prófessorinn Beatriz Colomina stendur fyrir er almennt skortur á róttækum kennslufræðum í dag. Þar sem heimurinn er í stöðugri þróun þá má velta því fyrir sér hvort það sé rétt að líta sífellt aftur í tímann í leit að „nýjum“ hugsunarhætti – en á sama tíma er fróðlegt að nýta þær sem glóð að eldi. Með rannsókn Colominu til hliðsjónar mun höfundur nýta þessa ritgerð til að kanna róttækar aðferðir nútímans með tilliti til breytts samfélags. Farið verður í hinar ýmsu nálganir kennsluaðferða í dag í þeim tilgangi að finna hvort róttækni sé almennt undirliggjandi og hverskonar róttækni sé viðeigandi í dag. Það er til dæmis gert með því að skoða dæmi um rannsóknarverkefni úr Stuttgart háskóla í Þýskalandi eða greina upplifun höfundar á kennsluaðferðum í skiptinámsskóla hans í Prag. Mun höfundur einnig rýna í skoðanir prófessora við skóla á borð við Architecture Association í Bretlandi og að lokum leiða lesendur í gegnum hugleiðingar tengdar nálgunum bæði fræðimanna og nemenda í dag. Þróun heims kallar á sífellt breytilega hegðun arkitektúrs í tenglum við virkni og nálgun í samræmi við breytilegt hegðunarmynstur samfélaga. Framkvæma þarf rannsóknir til þess að stöðug þróun geti átt sér stað í hinum staðlaða heimi arkitektúrs og nauðsynlegt er að sýna frumkvæði í slíkum rannsóknum. Í hinu vandmeðfarna ferli að móta arkitektanema er nauðsynlegt að horfa ekki einungis á þarfir fagsins þá og þegar heldur að huga einnig að þáttöku nemenda í mótun framtíðar.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
13122016-Gríma Þórðardóttir-BA.pdf661.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna