Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28025
Megin verkefni höfundar við gerð þessarar ritgerðar hefur verið að gera grein fyrir bað- og sundlaugamenningu Íslendinga allt frá landnámsöld og til dagsins í dag. Leitast hefur verið við að varpa ljósi á þátt og áhrif arkitektúrsins á þá menningu, notkun og félagslegu áhrif sem myndast hefur í aldanna rás í íslensku samfélagi.
Við efnisöflun studdist höfundur við bækur, tímaritsgreinar og annað efni er tengdist viðfangsefninu. Einnig tók höfundur viðtal Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt hjá Basalt arkitektum ásamt því að heimsækja tvær af þremur þeirra sundlauga sem greindar eru í ritgerðinni.
Í ritgerðinni hefur verið gerð grein fyrir þremur mismunandi sundlaugum, sem allar eru byggðar á mismunandi tímum sem spanna næstum því heila öld í sögu okkar landsmanna. Saga og tilurð þessara sundlauga er rakin og samhliða gerir höfundur grein fyrir þeim atriðum og áhrifum sem hann telur að mismunandi arkitektúr hafi haft á bað-, sundlaugamenningu og arfleið Íslendinga.
Megin niðurstaða höfundar er sú, að mikilvægt er þegar byggja á sundlaugar að tekið sé mið af því umhverfi sem þær eru og verða staðsettar í. Gæði staðarhátta og náttúra landsins leika hér lykilhlutverk þegar þessi mannvirki eru hönnuð og skipulögð. Byggingargerð og efnisval þarf að gæta sérstaklega vel að, þar sem íslensk veðrátta spilar stórt hlutverk, þegar metin eru gæði og notkunargildi slíkra bygginga. Staðsetningarval, aðgengi og upplifun sund- og baðgesta er fyrst og fremst það sem hver sá sem hannar slíkar byggingar ber að hafa að leiðarljósi við gerð verksins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð í arkitektúr - Klara Sól.pdf | 6.13 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |