is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28027

Titill: 
  • Arkitektúr á tímamótum : þverfaglegar leiðir til lausna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur orðið mikil vakning um loftslagasmál og stöðu jarðarinnar. Manneskjan hefur skilið eftir sig mörg stór hnattræn vandamál sem hraðað hafa á hlýnun jarðar og raskað jafnvægi hennar. Hugtök eins og sjálfbærni hafa verið mikið í umræðunni sem svar við þessari slæmu þróun. En það er margt ókannað og lausnirnar þurfa ekki að vera okkur svo fjarlægar. Tæknilegar lausnir sem verða til við þverfaglegt samstarf vísinda-og listgreina geta skilað skilvirkari árangri gegn hnattrænni hlýnun. Í ritgerðinni verða skilgreind nokkur líffræðileg hugtök og nefnd dæmi sem þeim tengjast. Hugtökin miða öll að nýjum þverfaglegum lausnum fyrir breyttan hugsunarhátt og nýjar leiðir í hönnun og arkitektúr. Þar má nefna lífhermun, prótósellur og líkindahönnun. Ný byggingarefni eru skoðuð, lausna leitað til náttúrunnar og samspil náttúru og arkitektúrs skoðað í nýju ljósi. Útópískum hugmyndum er varpað fram til að vekja athygli á og velta upp hugmyndum að mögulegum breytingum. Vitnað verður í viðtal sem tekið var við Guðmund Hrafn Guðmundsson frumulíffræðing, varðandi virkni frumna og skoðun á nýrri prótósellu-tækni. Með aukinni nýsköpun og þverfaglegu samstarfi getum við spornað gegn hnattrænni hlýnun og með komandi kynslóðir í huga, miðað að sjálfbærum, hagnýtum og spennandi lausnum á þeim alvarlega umhverfisvanda sem við búum við í dag.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristrún_Ritgerð_13_12_16.pdf789.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna