is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28031

Titill: 
 • Arkitektúr eyðimerkurinnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er farið yfir sögu og uppbyggingu marokkóskrar byggingarlistar og arkitektúrs, sem er einna mest undir trúarlegum áhrifum frá Íslam en blandast þó straumum bæði norðan frá Evrópu og sunnan frá Afríku. Upphaf þessa einkennandi borgarskipulags og byggingalistar má rekja til stofnun borgarinnar Fas í Marokkó árið 749, en hefur þróast og mótast allar götur síðan.
  Þá eru sérstaklega skoðaðar megin byggingar í marokkóskum borgum; moska (bænastaður), madrasa (fræðasetur), souk (markaður) og hefðbundið íbúðarhús. Þessar byggingar hafa allar sína sérstöðu í grunnmynd og útfærslu en eiga það þó sameiginlegt að leggja áherslu á trúarlega- og andlega upplifun í hönnun sinni einkum með turnum og bogahvelfingum. Einnig er vikið að samspili þeirra í borgarskipulaginu og þýðingu fyrir upplifun þess sem ferðast innan borgarskipulagsins. Borgarskipulagið hefur þá sérstöðu að einstaklingum er ekki stýrt áfram heldur ferðast þeir óþvingað um rýmið því hlutföllin miðast við stærð mannsins.
  Handverk, mynstur og trúarleg tákn vega þungt í öllum byggingunum, en þar ber helst að nefna khatam táknið, geometrísk mynstur, lífræn mynstur, skrautskrift og táknræna notkun lita. Litríkar mósaíkflísar og útskurður í leir og tré eru einkennandi og ýta undir andlega upplifun rýmisins. Þetta eru mikilvæg tákn fyrir gróður og líf í annars þurru eyðimerkurloftslagi.
  Einnig er skoðað sjálfbærni borgarskipulagsins, vistvæni innan þess og arfleið marokkóskar byggingarlistar í nútíma samfélagi.
  Notast er við ritaðar heimildir, vef heimildir, margmiðlunarefni auk þess sem höfundur notar einnig eigin upplifun af Marokkó, eftir ferðalag til Marrakesh árið 2010.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- María Rist Jónsdóttir.pdf767 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna