is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28033

Titill: 
  • Um arkitektasamkeppnir, form þeirra og áhrifasvið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samkeppnir hafa verið stór partur af vinnu arkitekta í gegnum árin og hefur fjöldinn allur af samkeppnum verið haldinn bæði á vegum Arkitektafélags Íslands sem og á vegum einkaaðila. Það eru margir sem telja að samkeppnir séu mikilvæg leið til þess að koma sér á framfæri sem arkitekt og ekki síst til þess að kynnast og læra á nýja hluti og verður hér gerð grein fyrir mismunandi formum arkitektasamkeppna, kostum og göllum þeirra og einnig hvort fleiri leiðir séu í boði. Það eru þó ekki allir arkitektar jafn hrifnir af verklagi samkeppnanna en margir vilja meina að of mikill tími fari bæði í ólaunaða og of mikla vinnu. Sumir hafa gengið svo langt að líkja þátttöku í arkitektasamkeppni við það að lögfræðingur eða læknir myndi vinna launalaust að einhverju verkefni í von um að fá að leysa það. En er þátttaka í arkitektasamkeppni alslæm? Það hljóta að vera einhverjir jákvæðir punktar, því það er þekkt, bæði hérlendis sem og í nágrannalöndum okkar, að menn taka aftur og aftur þátt í þeim. En hver eru þessi fríðindi? Væri allur sá fjöldi sem er á markaðnum í dag til ef ekki væri fyrir samkeppnir? Stæðu mörg af okkar þekktustu mannvirkjum hér í dag ef ekki væri fyrir þær? Hvað ef dómnefndir hefðu verið skipaðar öðruvísi? Til þess að svara þessum spurningum og fleirum er stuðst við heimildir úr ýmsum áttum, bæði íslenskum og erlendum en tvö viðtöl, sem höfundur tók annars vegar við Kristján Örn Kjartansson arkitekt og eiganda KRADS arkitekta og hins vegar við Harald Helgason arkitekt og trúnaðarmann Arkitektafélags Íslands, voru einna mikilvægastar í þessum skrifum. Eflaust er þó skoðun manna misjöfn og hver og ein samkeppni getur haft sína kosti og galla. 

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um arkitektasamkeppnir, form þeirra og áhrifasvið.pdf294.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna