Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28035
Ritgerðin lýsir hugtökum og fræðum sem tengjast fyrirbærafræði og fegurð. Fyrirbærafræði er hugtak sem setur fram tilgátur um það hvernig við virðum fyrir okkur fyrirbæri. Hvernig sú greining á fyrirbærum hefur orðið fyrir áhrifum þess sem einstaklingurinn hefur gengið í gegnum, aðstæður og reynslu. Þar sem sjónin tekur að sér stærsta hlutverkið og er þar með virkasta skynfærið, reynir einnig hugtakið á önnur skynfæri og mikilvægi þeirra í túlkun tíma og rýmis. Notast verður við almenna skilgreiningu á fyrirbærafræði og stuðst við hugmyndir heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty og hvernig fyrirbærafræði tengist skynjun og upplifunum einstaklinga á rými í arkitektúr þar sem notast er við hugmyndir Juhani Pallasmaa. Rakin verður hugmyndin um fegurð og skoðaðir árekstrarnir á milli hins huglæga og hlutlæga í tengslum við fegurðarhugtakið. Ritgerðin mun einnig fjalla um hugmyndina um heiðarleikann í efnisvalinu og hvernig náttúruleg efni leyfa okkur að vera sannfærð um sannleiksgildi efnisins og tjá okkur tíma og sögu þess, notkun mannsins á því og mikilvægi þess í hinu byggða umhverfi. Þessar hugmyndir eru settar í samhengi við byggingarlistastefnuna brútalisma. Það er ólíklegt að það finnist eins djörf, umdeild og misskilin stefna í arkitektúr eins og brútalismi. Stefnan átti sitt tímabil á milli 6. og 8. áratugs síðustu aldar og skoðaðir verða aðdragandi og áhrifavaldar stefnunnar og það sem á eftir fylgdi. Einnig verður litið til samtímaverka stefnunnar og rýnt í hugmyndir Le Corbusier í þessu samhengi. Siðferðiskenndin sem fylgdi stefnunni og hvernig fagurfræðin helst í hendur við hana þar sem erfitt er að slíta þessi tvö fyrirbæri í sundur. Áhersla er lögð á heiðarleika í efnisvali brútalisma og viðhorf einstaklinga til fegurðar, félagsleg áhrif og hvernig skynjun og heiðarleiki í gæði rýmis geta tengst.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA_RITGERD_PETUR JONSSON_LOKAGERD.pdf | 2.56 MB | Open | Heildartexti | View/Open |