Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28036
Í ritgerð þessari er fjallað um afmarkaðan hluta Hringbrautar í Reykjavík í þeim tilgangi að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu.
Hvað varð til þess að Hringbrautin er eins og hún er í dag og eru leiðir færar til að breyta Hringbrautinni í svæði sem getur allt í senn verið notalegur dvalarstaður sem og samgöngumannvirki sem tryggir greitt og öruggt flæði fólks milli svæða?
Auk inngangs skiptist ritgerðin í sjö kafla. Hugmyndafræðilegri uppbyggingu ritgerðarinnar er lýst í fyrsta kafla en hún byggir á því að horft er til fortíðar, nútíðar og framtíðar og bera kaflaheiti nöfn samkvæmt því.
Í niðurlagi ritgerðarinnar er rannsóknarspurningunni skipt upp í tvennt. Annars vegar má segja að spurningin snúi að því hvers vegna Hringbrautin sé eins og hún er í dag. Ástæður þess virðist mega rekja til fyrri tíma skipulagsáherslna þar sem einkabílnum var gefið sérstakt vægi. Hins vegar er spurt að því hvort leiðir séu færar til að breyta Hringbrautinni í svæði sem getur allt í senn verið notalegur dvalarstaður sem og samgöngumannvirki sem tryggir greitt og öruggt flæði fólks milli svæða. Í stuttu máli þá virðist það svigrúm vera til staðar. Núgildandi skipulag virðist ýta undir að svo geti orðið og vel getur farið á því að styðjast við hugmyndafræðina um samnýtt rými til þess að útfæra nánar það svæði sem ritgerðin tekur til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sandra - BA ritgerð.pdf | 3 MB | Lokaður til...24.02.2060 | Heildartexti |