is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28038

Titill: 
 • Ég sé með teikningu : mótun námsefnis í samvinnu við nemendur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að efla myndlistarkennslu á framhaldskólastigi og koma til móts við þörf fyrir námsefni í teikningu hér á landi. Markmiðið er að móta nýtt námsefni í teikningu við raunverulegar aðstæður í samvinnu við nemendur. Á árunum 2012-2017 þróaði höfundur eigin teiknikennslu og mótaði námsefni með aðferðum starfenda- og listrannsókna og voru þátttakendur í rannsókninni nemendur í þremur teikniáföngum á listnámsbraut í framhaldsskóla. Kenningarlegt sjónarhorn rannsóknarinnar var fyrirbærafræðilegt og fagurfræðilegt á sama tíma. Margskonar gagna var aflað og þau greind frá sjónarmiði höfundar sem kennara, rannsakanda og myndlistarmanns í samstarfi við nemendur sem meðrannsakendur og samkennara sem gagnrýninn vin. Fanga var einnig leitað í myndlist, kennslufræði lista og erlent námsefni. Á þessum grunni var upplýsinga aflað um leiðir til að móta námsefnið og bæta eigin kennsluhætti.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram með þrennum hætti; sem námsefnið Ég sé með teikningu, sem rannsóknarskýrslan Ég sé með teikningu: Mótun námsefnis í samvinnu við nemendur og sem myndlistarsýningin Ég sé mig sjáandi. Niðurstöður gefa til kynna hvers konar námsaðstæður efla nemendur í teikningu og sköpun: Nemendur þurfa að hafa skýr markmið. Vekja þarf áhuga og næra ímyndunarafl þeirra með einhverskonar kveikju sem getur falist í miðlun þekkingar eða krefjandi vinnuaðferðum. Efla þarf fjóra hæfniþætti í teikningu með nemendum sem hverfast smám saman inn í teikniferli þeirra; sjónræna rannsókn á umhverfi, tengingu sjónrænnar rannsóknar við hreyfingu handar, þekkingu og skilning á sýnilegu umhverfi og notkun ímyndunarafls. Nemendur þurfa næði til að vinna sjálfstætt að verkum sínum og frelsi til að gera tilaunir og læra af reynslu og þeir þurfa að ígrunda vinnuferli og afrakstur í samtali við kennara og samnemendur.
  Í verkefnum námsefnisins eiga nemendur í sjónrænum samskiptum við umhverfi sitt sem dýpkar skynjun þeirra, þekkingu og skilning á því. Þeir eflast í að teikna eftir fyrirmynd og samkvæmt ímyndum sínum og að setja sjónræna hugsun sína fram. Líkur aukast á að nemendur eigi í fagurfræðilegum samskiptum við umhverfi sitt og komist í hugarástandið flæði.
  Námsefnið er sett fram sem verkefnabanki sem myndlistakennarar geta leitað í til að búa nemendum aðstæður til náms í teikningu og sköpun. Í hverju verkefni má finna kveikju, sjálfstæða vinnu og ígrundun. Kennarar geta valið úr verkefnum kaflanna fimm til skiptis og raðað þeim saman eftir þörfum hverju sinni og eflt þannig með nemendum teikningu og sköpun.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research project is to enhance visual arts education as well as to develop new course material in drawing in co-operation with students in actual circumstances. In the years 2012-2017, the author developed a teaching method for drawing and formalized the teaching material by using action research and art based research. A research agreement was made in partnership with students attending three drawing courses in an upper secondary school. The theoretical framework of the research was both phenomenological and aesthetic with the aim to improve teaching methods and to develop the teaching material. The author gathered various data and analysed it from the his point of view as a teacher, researcher and visual artist. Information was also gathered from the visual arts, educational theory of the arts, and international teaching materials for drawing.
  The project has the following outcomes: The teaching material I See Trough Drawing, the research thesis I See Trough Drawing: The formation of Teaching Material in Co-operation with Students, and an exhibition I See Myself Seeing. The findings from the research indicate what kind of work environment empowers students´ skills in drawing and creating. Students need clear aims, their interest has to be aroused and their imagination nourished with motivation, which can entail knowledge-sharing or challenging work methods. Four aspects of drawing competence need to be enhanced in the drawing process which gradually become integrated into the students´ drawing skills; visual research of the environment, connection of their visual research to the movement of the hand, knowledge and understanding of the visible environment and the usage of imagination. Students need peace and quiet to work independently and freedom to experiment and learn from experience. It helps them to reflect on their work process and their works in a conversation with their teacher and fellow students.
  Through the drawing tasks the students are in visual dialogue with their environment that deepens their perception, knowledge and understanding and their ability to draw from diverse prefigurations as well as from imagination increases. The students also gaine confidence in expressing their unique visual thinking on their own terms. The probabilities of aesthetic communication with their own environment is heightened as well as the likelihood of flow.
  The teaching material is presented as a project collection which visual art teachers can use when arranging learning situations for drawing and creating. Each project contains motivation, independent work and reflection. Teachers can select projects from the five chapters alternately and put together according to their own need at any given time and thus enhance their students´ ability to draw and create.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ég sé með teikningu Björg EIríksdóttir - STELL.pdf30.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna