is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28043

Titill: 
  • Hús kalla á sögur : samspil staðaranda og sögulegrar dýptar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að kanna þau hughrif sem vakna þegar við skynjum sögulega dýpt í rými og túlkum sem staðaranda. Fyrst skal kanna afstöðu samfélagsins til fortíðar. Í því ljósi verður fjallað um hugmyndafræði byggingararfs og staðaranda; rætt verður um sjónarhorn byggingararfsins, tengsl hans við fagurfræði og hverjum slíkur arfur skal þjóna. En hvað mótar afstöðu manneskjunnar? Hér verður fyrirbærafræði kynnt til leiks sem verkfæri til að feta í gegnum huglægar slóðir skynjanna og upplifanna. Þannig skal samþætta persónulega og fræðilega greiningu og beita aðferðum fyrirbærafræði til að kanna hvað móti túlkun höfundar á staðaranda í Miðborg Reykjavíkur. Markmiðið er að varpa ljósi á tengsl persónulegrar skynjunar við staðaranda, og hvaða hlutverki söguleg dýpt gegnir í því að efla staðaranda. Gildi arkitektúrs er mikilvægt samfélaginu, bæði sem söguleg heimild en einnig til að gefa sérkennum samfélagsins efnislega mynd. Besta leiðin til að meta byggingararf er að hvetja til samræðu þar sem fólk deilir reynslu sinni og kemst sameiginlega að niðurstöðu. Í grunninn þarf að skilja hvernig manneskjan skynjar og túlkar byggingar. Þannig er hægt að bera kennsl á þessi fallegu augnablik sem mikilvægt er að varðveita í persónulegu sem og samfélagslegu samhengi. Manneskjan leitast sífellt við að skapa fegurð. Það er því ekki að undra að arkitektar freisti þess að skapa rými með sjónrænum vísunum sem ætluð eru að vekja hughrif sögulegrar dýptar. En fegurðin býr ekki í hinu sjónræna heldur samansafni allra okkar skynjanna. Það er ekki hægt að endurskapa fortíð og efla þannig staðaranda. Við þurfum að átta okkur á að efling staðaranda felst í samspili umhverfis og mannlífs. Góður arkitektúr skal fremur skapa rými sem gefa manneskjunni tilgang og hreyfa við henni. Þannig skal arkitektúr móta staði á forsendum framtíðar og með tíð og tíma fyllir mannlífið þá anda.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_VakaGunnarsdóttir_0611882909.pdf6.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna