is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28044

Titill: 
  • Supreme : mest endurselda götumerki í heimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um götutískumerkið Supreme, vaxandi vinsældir þess og götutískumerkja. Supreme hefur verið einkar vinsælt til endursölu og hugtakið endursala er útskýrt sem og verðmæti vara. Fjallað er um einkennilegar vörur sem Supreme framleiðir sem vekja athygli fólks utan tískuheimsins. Farið er yfir upphaf og sögu merkisins ásamt því að skoða hvaða leiðir fyrirtækið hefur farið til þess að ná vinsældum og markaðssetningu. Auk þess er fjallað um framboð og eftirspurn og það hvernig frægir einstaklingar hafa gríðarleg áhrif á tískuheiminn í dag svo ekki sé minnst á sölutölur tískumerkja. Þar spila samfélagsmiðlar líka stóra rullu en þeir eru í mikilli uppsveiflu. Til að mynda hefur Facebook meira en 1,79 milljarð notenda og talið er að stór meirihluti þess hóps fari inn á aðgang sinn daglega. Hin nýja markaðssetning sem hefur orðið til með tilkomu samfélagsmiðla er skoðuð og þeir bornir saman. Sýnt er fram á að sala og kaup á götutískumerkjum hefur breyst með tilkomu hinna ýmsu tegunda samfélagsmiðla og salan aukist til muna.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bergur_ritgerd_fullkláruð121216 (1)!.pdf2.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna