Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28052
Það að eignast nýja flík var einu sinni merkilegur atburður. Það var sjaldgæft og jafnvel ákveðin athöfn að kaupa sér flík. Í dag erum við vön ofgnótt. Við fáum allt sem við viljum strax. Nóg er alls ekki nóg, við viljum meira en við þurfum.
Þessi endalausa þörf fyrir nýja hluti litar allan lífsstíl okkar og það hvernig við skynjum heiminn í kringum okkur. Við viljum stöðuga viðurkenningu á samfélagsmiðlum, stærri rassa, grófara klám og aðallega miklu meiri pening. Þessi stöðuga ofhleðsla getur gert alla hluti ómerkilega. Hvað er það sem gefur hlutum gildi?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
drögaðgreinagerðKK.pdf | 28.55 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |