is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28053

Titill: 
  • Hvernig er hægt að aðlaga fataiðnaðinn að hringlaga hagkerfi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fataiðnaðurinn hefur stækkað ört á síðustu áratugum og mengun af hans völdum er sífellt stærra vandamál. Hér verður leitast við að skoða hvort hægt sé og hvað hefur þegar verið gert til að snúa þessari þróun við – getum við breytt þessu línulega hagkerfi í hringlaga? Miðað við þær heimildir sem ég hef farið í gegnum er þetta ekki spurning um þörf heldur nauðsyn. Heimildir koma aðallega úr tímaritum og blöðum en einnig er stuðst við netheimildir ásamt viðtali og tölvupóstsamskiptum við verkefnisstjóra fatasöfnunar Rauða krossins.
    Meginrannsóknarspurningin er hvort hægt sé að aðlaga fataiðnaðinn eins og hann er í dag að vistvænu hringlaga hagkerfi. Til að ná því markmiði þarf að huga að öllu ferlinu, frá upphafi til enda. Iðnaðurinn, menningin og áherslur í fataiðnaðinum eru skoðuð, komið er inn á hraðtísku, mengun náttúrunnar af völdum fatnaðar og eiturefna sem finnast í honum vegna kemískrar meðhöndlunar og grænþvott; þar sem fyrirtæki tefla fram einhverju jákvæðu og umhverfisvænu til þess að beina sjónum frá raunverulegum verkferlum sínum. Skoðuð er saga endurvinnslu og hvernig hún fer fram hér á Íslandi og erlendis og einnig er kannað hvernig endurvinna má notað efni í nýtt. Þá er skoðað hvað mætti gera til þess að færa iðnaðinn nær hringlaga hugsun og skoðuð eru þrjú fyrirtæki sem vinna í átt að umhverfisvænni framleiðslu og jafnvel hringlaga framleiðsluferli.Helsta niðurstaða þessarar ritgerðar er að með samstilltu átaki á heimsvísu sem fæli í sér reglugerðir um framleiðsluhætti og mengunarþætti væri sjálfsagt hægt að aðlaga fataiðnaðinn að hringlaga hagkerfi en því miður erum við ekki komin svo langt í dag. Fyrirtæki sem er annt um umhverfið hafa þó tekið af skarið og farið að framleiða föt sem stuðla að hringlaga hagkerfi og vonar höfundur að þessir forsprakkar í vistvænum fataiðnaði auki áhuga fleiri fyrirtækja sem myndu þá fara að dæmi þeirra í kjölfarið.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hringlagahagkerfi, lokaskjal.pdf6.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna