is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28055

Titill: 
 • Taumhald eða valdefling? : Áhrif tísku og kynímynda á frelsi kvenna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um áhrifamátt klæðaburðar á samfélagið, þá sérstaklega á kvenmenn. Sjónarhorn ritgerðarinnar byggist á femínískum kenningum um kyngervi, kyn og feðraveldið. Einnig eru skoðaðar kenningar Stuart Hall og Jacques Derrida um andstæðuvenslin til þess að útskýra hvernig kvenmenn hafa beðið lægri hlut í samfélaginu. Í ritgerðinni er greint hvernig frelsi kvenna tengist klæðaburði hvers tímabils, bæði í dag og fyrir 100 árum. Enn fremur er varpað ljósi á hvernig tíska og félagslega mótaðar kynímyndir hafa haft áhrif á frelsi kvenna.
  Til að greina frekar hlutverk klæðnaðar sem áhrifavaldur í kvenréttindabaráttunni er mikilvægt að skoða muninn á kyni og kyngervi. Kyn er skilgreint sem líffræðilegi munurinn á konum og körlum og kyngervi er menningarbundni munurinn. Kvenleiki hefur lengi verið talinn neikvæður. Karlmaðurinn er viðmiðið og verður því karlmennska sjálfkrafa jákvæður eiginleiki. Í baráttu fyrir auknu sjálfstæði hafa konur í gegnum tíðina reynt að nýta sér ímynd karlmennskunnar, þannig hafa þær oft klætt sig í karlmannlegan fatnað til þess að sýna fram á sjálfstæði sitt.
  Tískan verður ekki til í tómarúmi, hún þróast með samfélagslegum hugmyndum og breytingum. Tíska hefur alltaf á einhvern hátt samfélagslega lagt línurnar fyrir konur. Hægt er að greina sjálfstæði kvenna á hverju tímabili fyrir sig útfrá klæðaburði. Til að rökstyðja þetta verða nefnd nokkur dæmi úr sögunni: 19. öld, aldamótunum 1900, fyrri og seinni heimsstyrjaldirnar og eftirleikur þeirra.
  Enn í dag eru konur að berjast fyrir réttindum sínum. Í vestrænum samfélögum í dag snýst baráttan aðallega um líkama kvenna, hvernig konan má klæða sig og hvað er talið siðlegt þegar kemur að líkama kvenna. Nefnd verða nokkur dæmi sem hafa verið mikið í umræðunni undanfarið, t.d. klæðnað múslimakvenna, skólabúningareglur, druslugönguna og svo #FreeTheNipple. Frá unga aldri er konum sagt að líkami þeirra sé eitthvað sem þarf að reyna að hafa stjórn á.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð - María - með myndum.pdf929.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna