is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28057

Titill: 
  • Áhrif neysluhyggju á tísku og fataiðnað : hvað varð til þess að farið var að líta á fatnað sem einnota varning og hvernig er hægt að sporna við þeirri þróun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fataframleiðsla á heimsvísu hefur gjörbreyst frá upphafi seinustu aldar. Þar sem áður ríkti staðbundin framleiðsla hefur hún að mestu flust úr landi og yfir í þróunarlönd. Hér á landi er til að mynda nánast það eina sem stendur eftir til marks um áður blómlegan fata- og textíliðnað, ullariðnaðurinn. Áður fyrr var mikið lagt upp úr gæðum og endingu fatnaðar en með hraðanum sem fylgir fjöldaframleiðslu nútímans og skynditísku (e. Fast fashion) hafa kröfur neytenda og skoðanir þeirra á verðlagi fatnaðar brenglast, ef svo má segja. Krafan er nú að fá sem mest fyrir sem lægst verð. Neysluhyggja hefur ýtt undir þá hegðun hjá fólki að líta á fatnað sem einnota varning. Í heimi tískunnar hafa verið vangaveltur um hvort kerfið sem sé nú við lýði sé orðið úrelt og hönnuðir sýna viðspyrnu með því að leita nýrra leiða við framleiðslu og hönnun fatnaðar. Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á það hvernig neysluhyggja hefur sett mark sitt á tísku og fatagerð. Farið er yfir stöðu íslensks fataiðnaðar og hann settur í alþjóðlegt samhengi. Einnig er fjallað um  það hvernig sífellt fleiri hönnuðir, bæði hér á landi og erlendis, leita leiða við að framleiða hægunnin fatnað. Við heimildasöfnun ritgerðarinnar var nýst við bækur, heimildarmynd sem og fréttir af vefnum um málefnið. Einnig tók höfundur viðtöl, annars vegar við íslenskan fatahönnuð sem vinnur með hæg gildi að leiðarljósi ásamt því að ræða við starfsfólk fatasöfnunar Rauða Kross Íslands en fataúrgangur hérlendis hefur aukist gífurlega seinustu ár. Þær skuggahliðar sem fylgja framleiðslu fatnaðar eru kannaðar ásamt möguleikunum sem fylgja endurvinnslu á fatnaði og textíl.  

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif neysluhyggju á tísku og fataiðnað .pdf454.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna