Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28059
Þessi ritgerð fjallar um silkiræktun og silkiframleiðslu og möguleikana á að hefja slíka starfsemi á Íslandi. Fjallað er um uppruna silkis í Kína, útbreiðslu þess um heiminn og mikilvægi sem verslunarvöru. Farið er yfir þær lægðir og erfiðleika sem ógna framleiðslunni í dag en stóru framleiðslulöndin glíma öll við sín vandamál. Í Kína gætir hnignunar í silkiræktun en ræktunarland mórberjatrjánna fer minnkandi, launakostnaður hefur aukist samfara aukinni velmegun og framleiðslutæknin fer versnandi. Á sama tíma eru Sviss og Ítalía að endurvekja þessa gömlu hefð.
Aðeins verður litið yfir mismunandi gerðir silkiorma og eiginleika þeirra og Bombyx Mori tekinn sérstaklega fyrir en hann býr til fíngerðasta og algengasta silkið. Hringrás silkiormsins frá púpu til fiðrildis kortlögð og hvernig hentugast væri að haga ræktun silkiorma hérna á Íslandi. Aðbúnaður og fæði útlistuð og fjallað um mórberjatréð Morus alba en lauf þess eru aðalfæða Bombyx Mori ormsins. Mörg tækifæri eru í textíliðnaði í dag og það á einnig við á Íslandi. Farið er yfir kosti og galla Íslands sem silkiræktunarlands, græn orka, veðurfar, krónan, launakostnaður og hátækniumhverfi skipta þarna máli. Farið er yfir framtíð silkiframleiðslunnar, möguleika hráefnisins og styrk markaðarins en silkiræktun býður upp á mörg spennandi tækifæri og það er aðeins á undanförnum áratugum sem silkiormurinn hefur verið rannsakaður með tilliti til annarar nýtingar en textílgerðar. Afurðir silkiormsins hafa verið notaðar í lyfja- og snyrtivörugeiranum og í líftækni. Rætt er um mikilvægi nýsköpunar og hönnunar og hvernig nýta megi hráefni silkiormsins til fullnustu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Ritgerd_Signy Gunnarsdottir_2016.pdf | 1,16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |