en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2806

Title: 
 • Title is in Icelandic Fræðileg úttekt á símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Til hagræðingar í heilbrigðiskerfinu hefur símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga vaxið og þróast
  síðustu tvo áratugi víðsvegar um heiminn. Til að skoða þetta hlutverk hjúkrunarfræðinga var
  framkvæmd fræðileg samantekt á símaráðgjöf þeirra, sem var unnin með því markmiði að: 1)
  kanna símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga og aðferðir sem þeir notuðu við ráðgjöfina; 2) skoða
  útkomu skjólstæðinga þeirra með tilliti til ánægju, meðferðarheldni og öryggis; og 3) skoða
  hvaða áhrif símaráðgjöf hefur á heilbrigðiskerfið í ljósi hagræðingar.
  Niðurstöður samantektarinnar sýndu að starf hjúkrunarfræðinga sem starfa við símaráðgjöf
  er ólíkt hinni hefðbundnu hjúkrun og er þá samskiptatækni mikilvægust í árangursríkri
  ráðgjöf. Verkferlar eru vinsælir, en staðla ekki endilega ráðgjöfina þar sem hjúkrunarfræðingarnir
  nýta einnig sína faglegu dómgreind við ráðgjöf. Almennt var ánægja skjólstæðinganna
  mikil og meðferðarheldni oftast góð en breytileg eftir ráðgjöf. Rannsóknir sýna ekki afgerandi
  niðurstöður um öryggi símaráðgjafar. Símaráðgjöf eykur hins vegar skilvirka notkun á heilbrigðisþjónustu
  og kostnaðarútreikningar benda til sparnaðar.
  Upplýsingamiðstöð hjúkrunarfræðinga var starfrækt hér á landi til skamms tíma innan
  Heilsugæslunnar, en nú er engin símaráðgjafarmiðstöð hjúkrunarfræðinga til staðar. Nauðsynlegt
  er að rannsaka möguleika símaráðgjafar hér á landi þar sem hún gæti aukið skilvirka notkun á
  heilbrigðiskerfinu.

Accepted: 
 • May 26, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2806


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
simaradgjof_snidmat1_loka_fixed.pdf242.03 kBOpenHeildartextiPDFView/Open