Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28061
Deildaskiptar sérvöruverslanir hafa haft gríðarleg áhrif á vestrænt samfélag og verslunarhætti fólks í dag. Í þessari ritgerð verður skoðað upphaf deildaskiptra sérvöruverslana, hvaða áhrif þær hafa haft og hvaða aðferðir þær notuðu til þess að ná til kúnna. Notast var við ritaðar heimildir ásamt heimildum af netinu til þess að afla upplýsingum um þessi efni og finna svör við spurningunni um hvaða áhrif deildaskiptar sérvöruverslanir hafa haft á samfélagið í dag og hvaða breytingar hafa orðið í heimi verslunar frá því að fyrsta deildaskipta sérvöruverslunin var opnuð.
Með tilkomu deildaskiptra sérvöruverslana breyttist athöfnin að versla úr því að vera eitthvað sem fólk gerði af nauðsyn yfir í afþreyingu. Deildaskiptar sérvöruverslanir komu með ýmsar nýjungar í heim verslunar, á meðal þeirra voru gluggaútstillingar, en stærstu deildaskiptu sérvöruverslanirnar lögðu mikið í þær og höfðu sumarhverjar sér deild starfsmanna sem sáu um þær, margar verslanir í dag gera slíkt hið sama. Margar af þessum nýju aðferðum eru nýttar enn þann dag í dag en einnig hefur margt breyst. Þá sérstaklega með tilkomu internetsins og tækninýjunga sem bætast við hver á fætur annarri í dag. Samfélagslegar breytingar hafa einnig áhrif en þegar fólk fór að flykkjast í úthverfin um miðja 19. öld komu verslunarmiðstöðvar fyrst fram og höfðu þær mikil áhrif á deildaskiptar sérvöruverslanir. Margar þeirra þurftu að loka verslunum sínum í miðbæjum borganna og opna nýja verslun í verslunarmiðstöðvunum til þess að halda í kúnnana sína. Í dag er það aðalega internetið sem hefur breytt verslunarháttum fólk og hefur það mikil áhrif á starfsemi deildaskiptra sérvöruverslana. En internetið hefur ekki einungis slæm áhrif á þær heldur hafa margar verslanir einnig nýtt sér það til góðs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Thora Asgeirsdottir.pdf | 281,38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |