is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28069

Titill: 
  • Blönduð kerfisbundin fræðileg samantekt á einkennum, þjónustu og lífsgæðum sjúklinga með skorpulifur: Hlutverk hjúkrunarfræðinga?
  • Titill er á ensku Mixed-method systematic review of the symptoms, services and quality of life of patients with liver cirrhosis: Role of nurses?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Skorpulifur er lokastig margvíslegra lifrarsjúkdóma. Sjúklingum með skorpulifur hefur fjölgað á síðustu árum á Íslandi. Tilgangur þessarar blönduðu kerfisbundu fræðilegu úttektar var að skoða sjúklinga með skorpulifur m.t.t. einkenna, þjónustu og lífsgæða sem skipt geta máli við hjúkrun þessa sjúklingahóps.
    Aðferð: Leitað var í gagnagrunnum Pub-Med, CINAHL, Scopus og hvar.is að rannsóknum á sjúklingum með skorpulifur sem voru eldri en 18 ára. Leitin miðaðist við rannsóknir á tímabilinu 2006-2016. Rannsóknirnar þurftu að fjalla um einkenni, þjónustu og lífsgæði skorpulifrarsjúklinga. Útilokaðar voru rannsóknir sem fjölluðu um læknisfræðilega greiningu og meðferð. Leitarorð voru: skorpulifur, cirrhosis, cirrhosis og nurs*, cirrhosis og symptoms, cirrhosis og service, cirrhosis og QOL.
    Niðurstöður: Rannsóknir sem uppfylltu leitarskilyrði þessarar úttektar voru 14 og voru frá sjö löndum. Tólf voru megindlegar og tvær eigindlegar. Helstu einkenni sem sjúklingar höfðu voru vökvasöfnun í kviði, þreyta, blæðingar, kláði, svimi, lystarleysi og vöðvakrampar. Algeng einkenni lifrarheilakvilla var breyting á hegðun, einbeitingu, svefnmynstri og að viðbrögð urðu hægari. Jafnframt var algengt að sjúklingar höfðu áhyggjur og kvíða og fannst þeir missa stjórn. Fram kom að sjúklingar voru með margar endurkomur og óundirbúnar innlagnir vegna fylgikvilla. Alvarleiki sjúkdómsins, fylgikvillar og flókin meðferð gaf vísbendingar um endurkomur. Lífsgæði þessa sjúklingahóps voru verulega skert og héldust í hendur við einkennaálag. Það var mikilvægt fyrir lífsgæði þessa sjúklingahóps og aðstandenda þeirra að hafa góð samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Verulegt álag var á aðstandendur þessara sjúklinga. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að sjúklingar hafa mikla þörf fyrir hjúkrunarþjónustu. Lítið er um rannsóknir um hlutverk hjúkrunarfræðinga varðandi þennan sjúklingahóp.
    Ályktanir: Miðað við þessar niðurstöður hafa sjúklingar með skorpulifur mikla þörf fyrir stuðning og eftirlit. Hjúkrunarfræðingar geta gegnt mikilvægu hlutverki í sambandi við að fylgjast með, fræða um einkenni, stuðla að öryggi þessara sjúklinga og fækka endurinnlögnum. Þörf er á rannsóknum um hlutverk hjúkrunarfræðinga í sambandi við umönnun og skipulagðara eftirliti með sjúklingum með skorpulifur.
    Lykilorð: Skorpulifur, einkenni, þjónusta, lífsgæði, hjúkrun.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_8 júní 20.pdf668,44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anna-skemman.pdf41,71 kBLokaðurYfirlýsingPDF