is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28074

Titill: 
  • Mörkun og ásýnd listasafna : umgjörð sköpuð fyrir samansafn af síbreytilegu og fjölbreyttu efni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er mörkun (e. branding) listasafna skoðuð í víðu samhengi, en mörkun var upprunalega notuð af fyrirtækjum til að geta aðgreint sig úr fjölmennum hópi keppinauta, vekja athygli á sér og verða eftirsóknarverð. Listasöfn eru hinsvegar oftast ekki rekin í ábataskyni en leggja þó sífellt meiri áherslu á mark (e. brand) sitt. Hér er sjónum beint að listasöfnum sem sýna síbreytilegt úrval af listaverkum eftir ólíka listamenn. Innihald safnsins breytist og sýningar hafa ólík þemu og karaktereinkenni á meðan listasafnið hefur fasta tilveru. Þetta þýðir að sama umgjörðin þarf að gera ráð fyrir gríðarlega fjölbreyttu efni. Í fyrsta hluta er mörkunarhugtakið krufið og athugað er hvernig mörkun getur átt heima í menningar- og listageiranum. Ljósi er varpað á samfélagsleg markmið listasafna og því næst kannaður sá ávinningur sem listasöfn geta haft af því að marka sig. Annar hluti skoðar trega menningarstofnana til mörkunar sem orsakast m.a. af þeim misskilningi að markaðsaðferðir snúist alltaf um harða sölutækni og af skiptingu lista í æðri listir og dægurmenningu, en mörkin þar á milli fara minnkandi. Fjallað er um ólíkar áherslur innan markaðsfræðinnar. Þær eru skoðaðar í sambandi við áherslur listasafna samhliða því að litið er til þeirrar hættu sem felst í því að meðhöndla list sem neysluvöru. Einnig er starf listasafna sett í sögulegt samhengi þar sem athugað er hvernig nýfrjálshyggja, hugsunarháttur síðnútímans, alþjóðavæðing og aukin áhersla á dægurmenningu hefur haft í för með sér aukna þörf listasafna á mörkun. Í þriðja og síðasta hluta er sjónum beint að ákveðnum þemum sem greina má í lausnum grafískra hönnuða á ásýndum listasafna samhliða því að tekin eru dæmi bæði erlendis frá og frá Íslandi með stuðningi ljósmynda. Þessi þemu eru; stofnunareinkenni, breytileiki, mínímalismi og vandinn við að tákna heildarstarfsemi listasafna.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Morkun_og_asynd_listasafna_BE.pdf5.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna