Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28076
Í þessari ritgerð skoða ég hvar húðflúrsmenningin er stödd í dag og hvernig hún komst þangað. Ég skoða ritgerð Eggerts Orra Hermannssonar mannfræðings: „Rof og umskipti, Samskipti Tahítíbúa og Evrópumanna og áhrif á húðflúrsmenningu svæðanna“ (2012) til þess að skilja endurris húðflúrsmenningarinnar í Evrópu í byrjun 19. aldar. Ég kynni mér bókina Forever the new tattoo þar sem fjallað er um, í formála bókarinnar, Sutherland Macdonald sem var einn að frumkvöðlum húðflúrunar í Evrópu. Hann flúraði mikið af konungsfólki Vestur-Evrópu sem varð til þess að húðflúr urðu feikilega vinsæl. Þaðan barst menningin til Rússlands og inn í fangabúðirnar. Ég kynni mér skrautlegt myndmál sem þar varð til. Til þess að gefa umfjöllun minni meiri breidd kynni ég mér einnig húðflúrsmenningu gengja í mið og norður Ameríku. Því næst lít ég mér nær og skoða hvað varð til þess að húðflúr varð eins vinsælt í okkar samfélagi og raun ber vitni. Ég velti fyrir mér afleiðingunum sem þessar vinsældir gætu haft á menninguna til lengri tíma. Auk þess kynni ég ykkur fyrir minni eigin starfsemi og segi frá því hvað mótaði strauma og stefnur húðflúrstofunar After 6. Í lokin kemst ég svo að þeirri niðurstöðu að húðflúrsmenningin hefur vissulega verið dregin niður á lægra plan með tilkomu raunveruleikaþátta og fleira, n en þó bjartar blikur á lofti í húðflúrsheimum og engin ástæða til að örvænta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Brynjar Ingi Lyngberg Andrésson After 6.pdf | 14,37 MB | Lokaður | Heildartexti |