Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28078
Það fyrsta sem maður sér þegar maður tekur upp nýja plötu er umslagið. Ég hef lengi fylgst með hvernig þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist hefur breyst með tímanum. Stílarnir hafa verið allt frá glyskenndum hjá rappörum frá suðurríkjum Bandaríkjanna yfir í fágaðri stíla sem eru vinsælli nú til dags. Í ritgerðinni mun ég í stuttu máli fara yfir hvernig hip-hop menningin byrjaði og ástandið í New York borg á þeim tíma. Þá útskýri ég hvernig skipta má menningunni upp í fjögur frumefni: plötusnúða, rappara, breikdans og graffítí. Því næst kanna ég tengslin á milli grafískrar hönnunar fyrir hip-hop tónlist og graffítí sem leiðir síðan yfir í sögu umslagahönnunar. Ég mun einbeita mér að grafískri hönnun tengdri hip-hop tónlist og mun ég fara yfir nokkur mismunandi útlit sem hafa verið í gangi. Það verður gert með því að skoða þrjá einstaklinga sem eru miklir áhrifavaldar í grafískri hönnun fyrir hip-hop menningu, rýna í verk þeirra og þannig varpa ljósi á þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist allt frá upphafi hennar til dagsins í dag. Óhætt er að segja að umslagahönnun í hip-hop tónlist hafi þróast mikið á tiltölulega stuttum tíma. Í dag eru breyttir tímar og skiptir umslagahönnun ekki jafn miklu máli og hún gerði. Á meðan leiðir neytenda að tónlistinni breytast verða hönnuðir að hugsa út fyrir umslagið og prófa nýja hluti. Það sést greinilega en núna á síðustu árum hafa hönnuðir og tónlistarmenn verið að leita að nýjum leiðum til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri. Það liggur því ljóst fyrir að umslagahönnun í hip-hop tónlist hefur breyst mikið en umslagið mun þó ávallt vera til staðar í einhverju formi.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BA_Ritgerð.pdf | 742,12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |