is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28082

Titill: 
  • Letur sem stofustáss : frá rúmfjölum til leturlímmiða, týpógrafía innan veggja íslenskra heimila
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Víða á heimilum landsins má finna leturlímmiða sem eru orðnir hluti af hversdagsleika margra. Oft er ólíkum leturgerðum raðað saman, oftar en ekki þvert á hugmyndir um fagurfræði og meðferð leturs samkvæmt helstu týpógrafíu-sérfræðingum samtímans. Skiptar skoðanir eru á þessum ágætu leturmerkingum, þar sem spurningarmerki er sett við leturmeðferð og enskunotkun. Leturlímmiðinn er að vissu leyti afrakstur tækniþróunar og ákveðinna þæginda sem felast í eiginleikum vínylsins. Í þessari ritgerð verður leitað hliðstæðu á fyrri tímum til samanburðar. Þá bar sköpun og meðferð höfðaleturs með sér, að letrið var háð kunnáttu og takmörkunum þess sem skar það út. Farið verður yfir leturnotkun á útskornum rúmfjölum 18. aldar á íslenskum heimilum og þær bornar saman við leturnotkun og setningar á heimilum nútímans. Hlutverk heimilisins og myndun smekks er hér einnig til umfjöllunar og sett í samhengi við kenningar Bourdieu og Woodward. Stuðst var við viðtöl við framleiðanda leturlímmiða sem og eigendur þeirra. Viðtöl við eigendur leturlímmiða voru hljóðrituð á heimilum þeirra og ljósmyndir teknar af leturlímmiðum og öðru letri í stásshlutverki á heimilum þeirra. Viðmælendur þessarar ritgerðar hafa ólíkar ástæður og forsendur fyrir vali sínu á leturlímmiðum. Þó má sjá að sameiginleg þemu eru aðallega áherslur á fjölskyldu, heimilið og drauma. Hvort sem límmiðarnir eru á ensku eða íslensku, innihalda ástarjátningu eða orðaleik, er ljóst að merking þeirra er ekki innantómt skraut að hálfu þess sem velur hann. Tjáningarform leturlímmiðans getur skírskotað í persónulegan smekk og áherslur eigandans, þar sem gildi leturlímmiðans endurspeglast í þeirri merkingu sem honum er gefin af framleiðandanum og síðar á veggjum heimilis.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Letursemstofustass_Emma.pdf8.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna