is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28086

Titill: 
  • Grindarkerfi í hönnun : birtingarmynd grindarkerfis í stafrænum miðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Grindarkerfi er stuðningur hönnuða og mætti lýsa sem ósýnilegu lími til að setja upp innihald verks. Það er hjálparhönd til að gefa hönnuðum stjórn á texta, myndmáli, gefa skipulag og jafnvægi í verki. En það sem verður fjallað um í þessari ritgerð er hvernig grindarkerfið birtist í stafrænum miðlum. Það er lagt áherslu á notkun grindarkerfisins, þá sérstaklega hvernig við notum það í samtímanum og í stafrænu formi. Það er mjög áhugavert að við notum ennþá grindarkerfi sem er leiðandi í hönnun okkar þrátt fyrir að það kerfi hefur verið þróað fyrir um 150 árum síðan og það er ennþá undirstöðu atriðið við notkun í stafrænum miðlum. Þó að tæknin hefur tekið miklum framförum þá er ennþá haldið í gamlar venjur. Það verður farið yfir helstu tegundir af grindum sem hjálpar við uppsetningu á efni. Það verður skoðað nútímastílinn og hvernig sú hreyfing byggist á einföldun á formi með skipulagningu frá grindinni. Einnig verður skoðað pósmódernismann og hvernig sá stíll setti upp verkefni með öðurum leiðum heldur en nútímastíllinn og hvernig hann braut upp á grindina. Að lokum er skoðað hvernig grindarkerfi birtist í stafrænni tækni. Það verður fjallað um hvernig grindin er mikilvægur stuðningur í vefsíðu hönnun. Það verður litið á möguleikana sem býr í sýndarveruleikanum fyrir hönnuði og hvernig grindarkerfið nýtist í þeim miðli.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
uppkast_BAritgerd_eva5.11.des.pdf4.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna