is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28089

Titill: 
  • Varúð! : staða varúðarskilta á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fréttir af slysum erlendra ferðamanna við vinsæla ferðamannastaði á Íslandi virðast vera að færast í aukanna. Hér verður skoðað hver staðan er á varúðarskiltum við vinsæla ferðamannastaði í náttúru Íslands. Eru núverandi skilti nógu sterk og eftirtektarverð? Fjallað verður um helstu hættur sem finnast á Íslandi og hvort Ísland auglýsir sig sem hættulaust ferðamannaland. Farið verður yfir hvernig varúðarskilti eru uppbyggð og hvort núverandi skilti séu að notast við bestu möguleikana þegar það kemur að efnisvali. Tekin eru fyrir slys á þremur stöðum á landinu og athugað stöðu varúðarskilta á þeim svæðum. Reynt verður að fá svör við því hvers vegna sumir erlendir ferðamenn fari ekki eftir tilmælum varúðarskilta og hvort að það sé samsvörun á illa unnum skiltum og vanmati á hættu. Leitað var til Vegagerðarinnar og kom í ljós að kostnaður stakra skilta getur farið upp í milljón krónur og samkvæmt þeim eru áform um að enska verið fjarlægð úr skiltum á næstu árum. Skoðaðar voru þær rannsóknir sem tengjast ritgerðarefninu. Í lokin er svo athugað hver framtíð varúðarskilta er og hvort tæknin geti mögulega hjálpað skiltum við að ná betri eftirtekt. Brýnt er á mikilvægi þess að varúðarskilti og viðtakandi séu í samstarfi og hvort hættan þurfi að vera tilgreind áður en ferðamenn koma til landsins. Lagt er til að gera nýtt varúðarskiltakerfi sem væri rannsakað og unnið miðað við íslenskar aðstæður og af ítrustu fagmennsku. Þörf er á ódýrari og jafnvel ókeypis skiltum svo að samræming geti átt sér stað. Aðalatriðið er öryggi ferðamanna og með betri og samræmdum varúðarskiltum eru meiri líkur á því að hægt sé að koma í veg fyrir slys. Ef Ísland ætlar sér það að verða þekkt sem öruggt ferðamannaland þá þurfa öll öryggismál að vera í lagi.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA skil Ívar Björnsson 2016.pdf4.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna