is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28095

Titill: 
 • Upplifun foreldra af snemmtækri íhlutun í leikskólum : „kerfið ræður öllu það skiptir engu máli hver einstaklingsþörfin er.‟
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun foreldra af snemmtækri íhlutun sem börn þeirra fengu í leikskólum. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna (nr.19/2013) hafa öll börn jafnan rétt til að ganga í skóla og á sömu tækifærum í lífinu. Menntastefnan skóli án aðgreiningar er tilraun skólakerfisins til þess að svara kröfu um jöfn tækifæri. Hún hefur orðið ríkjandi hér á landi líkt og í fleiri löndum. Mikilvægt er að kennarar séu tilbúnir til þess að breyta sýn sinni og gera skólastarf sveigjanlegara með það að takmarki að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda.
  Þegar upp koma vandamál í þroska barna er mikilvægt að bregðast sem fyrst við. Talað er um snemmtæka íhlutun þegar brugðist er við þroskafrávikum barna þegar þau eru undir átta ára aldri. Markmiðið er að koma í veg fyrir að börn lendi á eftir jafnöldrum sínum í þroska. Til þess að íhlutun skili sem mestum árangri er mikilvægt að lykilmanneskjur í lífi barna taki þátt, það eru foreldrar, aðstandendur og kennarar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka foreldra skiptir máli og að þeir verða virkari þegar þeir fá markvissa fræðslu um hvers vegna þátttaka þeirra er mikilvæg.
  Rannsóknin var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta mæður barna sem fengu íhlutun í leikskólum vegna málþroskafrávika. Leitað var eftir svörum við því hver upplifun þeirra var af samskiptum við leikskólakennara, greiningarferlið og íhlutunina í heild. Niðurstöður sýndu að upplifun viðmælenda af samskiptum við leikskólakennara var misjöfn, um helmingur þeirra upplifði að ekki væri hlustað á skoðanir þeirra og áhyggjur. Viðmælendur töluðu um að greininarferlið hefði tekið langan tíma og að þeir hefðu þurft að ýta á eftir því til að fá aðstoð. Þeir töluðu um að markvisst hefði verið unnið með börnum þeirra í leikskólum en sumir hefðu viljað sjá meiri íhlutun.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to survey parents experience of their children’s early intervention in preschool. According to the United Nations treaty on children’s rights (no. 19/2013) all children have a right to go to school and have the same opportunities. In order to reach these goals Iceland, like other countries, has taken up an educational policy called inclusive education. It is important that teachers are willing to change their vision and make education methods more flexible in order to reach the goal of meeting the diverse needs of all.
  When a child experiences a delay in development it is imperative to intervene as soon as possible. If the intervention happens before a child turns eight it is called early intervention. The objective is to help them catch up on their development. For the intervention to be successful it’s important that key persons in the child’s life, such as parents, relatives and teachers, participate. Research has shown that parents participation is important and that they participate more active if they are educated on the importance of participation.
  The research was a qualitative study where eight mothers of children with language developmental problems were interviewed about the intervention their children received in preschool. The answers sought after were how the parents experienced communication with the preschool teachers, the evaluation process and the intervention in general. The results showed that the experience of the interviewees regarding communication with the preschool teachers differed, some felt that their opinions and worries weren’t taken into consideration. They said the evaluation process had taken too long and that they felt they needed to follow up on the process. The interviewees said that their child’s preschool worked with their child efficiently but some would have liked to see more progress.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun foreldra af snemmtækri íhlutun.pdf783.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna