is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28096

Titill: 
  • Hönnun til ills : myndmál og aðferðir í nýliðunar- og áróðursherferðum ISIS
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í dag heyrum við mikið talað um hönnun til góðs, þ.e. að hönnun beri að nota sem tæki til að gera heiminn betri. Minna fer fyrir umræðu um hönnun til ills, svo sem hönnun til blekkingar og innrætingar vafasamra kenninga. Æ meir verður vart við að talað sé um hryðjuverkasamtök, eins og ISIS og al Qaeda, sem vörumerki (e. trademark) eða mörk (e. brands) líkt og Coca Cola og Pepsi. Hryðjuverkasamtök eru fyrir löngu síðan farin að nýta sér veraldarvefinn og samfélagsmiðla eins og Twitter til að auka sýnileika sinn og ala á ótta í heiminum til stuðnings málstað sínum. Sumir vilja meina að samfélagsmiðlar hafi einnig gert hryðjuverkasamtökum kleift að festa sig í sessi í huga fólks og þar með hjálpað þeim að brjótast út úr þeirri einangrun sem þau í upphafi bjuggu við. Einhvers staðar yrði slíkur árangur kallaður vel heppnuð mörkun (e. branding) og markaðssetning En hvernig fóru hryðjuverkamenn að því að brjótast út úr þeirri klisju sem upphaflega einkenndi veru þeirra í fjölmiðlum? Til að svara þeirri spurningu er í ritgerðinni tekið til skoðunar hið vafasama brautargengi sem hryðjuverkasamtökin ISIS hafa fengið undanfarin ár. Leitast er við að svara því hvaða myndmál, aðferðir og miðlar eru notaðir af ISIS í dag í hönnun og framleiðslu á áróðurs- og nýliðunarefni. Gerð er tilraun til að greina hvort finna megi rauðan þráð eða reglu í myndmáli og aðferðum samtakanna og hvort framangreint eigi sér þekktar hliðstæður í mannkynssögunni. Þá er velt upp spurningum um hvort hlutlægt séð sé munur á auglýsingaherferðum og áróðursherferðum og hvenær auglýsing fari að teljast áróður. Umfjöllun um mörkun þess sem meginþorri heimsins álítur siðferðilega rangt á fullt erindi í fræðilega umræðu um mörkun, ef ekki fyrir hönnuði, þá fyrir okkur öll sem heild til að skilja betur hvernig hermdarverkamaskína sem þessi er búin til og hvernig gangverk hennar er hannað. Án slíkrar vitneskju verður það að stöðva hana eða draga úr mætti hennar varla meira en fjarlægur draumur.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hönnun til ills – Myndmál og aðferðir í nýliðunar og áróðursherferðum ISIS.pdf13,24 MBLokaður til...11.02.2029HeildartextiPDF